197 milljóna hús í Garðabæ

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Við Hörgslund í Garðabæ er að finna sérlega skemmtilegt einbýlishús á einni hæð. Húsið er 241 fm að stærð og státar af einstaklega heillandi innbúi. Lesendur Smartlands þekkja eldhúsið en fjallað var um það fyrr á þessu ári. Sigríður Arngrímsdóttir arkitekt hannaði eldhúsið. 

Húsið við Hörgslund var byggt 1972 og má finna panil og innihurðir frá þeim tíma inni í húsinu. Það gefur húsinu meiri vigt. Á gólfunum eru flísar og parket og eru viðurinn í loftunum hvítlakkaður eins og gluggarnir sem eru stórir og myndarlegir. 

Þótt eldhúsið sé nýtískulegt þá fer það vel við stíl hússins. Marmarinn á borðplötunum er fallegur og fer vel við dökku innréttingar og frönsku flísarnar. Undir eyjunni er gullplata sem er skemmtilega öðruvísi. 

Í stofunni er bleikur IKEA sófi í bland við borð úr Epal og tvo antik-stóla. Gluggarnir í stofunni ná niður í gólf og eru ljósar vóel-gardínur fyrir gluggunum. Listaverkið í stofunni er einstakt og rammar inn ákveðna stemningu sem er heillandi. 

Af fasteignavef mbl.is: Hörgslundur 6

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda