Missa sig yfir grænu draumaeldhúsi

Netverjar eru að missa sig yfir grænu draumaeldhúsi Youtube-stjörnunnar Emma …
Netverjar eru að missa sig yfir grænu draumaeldhúsi Youtube-stjörnunnar Emma Chamberlain. Samsett mynd

Youtube-stjarnan Emma Chamberlain gaf Architectural Digest innlit á glæsilegt heimili sitt í Los Angeles, Kaliforníu á dögunum. Á heimili hennar mætast framandi litir, skemmtilegir húsmunir og ólík form sem endurspegla persónuleika Chamberlain sem hefur notið gríðarlegra vinsælda um allan heim. 

Chamberlain stofnaði Youtube-rás sína árið 2017, en í dag er hún með yfir 11 milljónir fylgjenda á miðlinum. New York Times lýsti henni sem fyndnustu manneskjunni á Youtube á meðan Atlantic sagði hana vera umtalaðasta unga áhrifavald heims. 

Óhrædd við liti

Heimili Chamberlain hefur óneitanlega mikinn karakter, en húsið var byggt árið 1955 og hefur einstakan sjarma. Frá því Chamberlain flutti inn hefur hún unnið að því að gera heimilið að sínu, en mikilvægast þykir henni að húsgögnin séu skemmtileg. 

Heimilið hannaði Chamberlain í samvinnu við Ashley Frost og Marie Trohman frá Poem Studio, en hún vildi skapa persónulegt heimili með afslöppuðu andrúmslofti enda vinnur hún mikið heima. Hún segist hafa fengið innblástur frá hinum ýmsu hönnunartímabilum og reynt að blanda þeim saman í eitthvað alveg nýtt og einstakt. 

Snýst ekki um að fylgja reglum

„Þetta snerist ekki um að fylgja einhverjum reglum eða halda sig við eina fagurfræði. Ég reyndi að nálgast þetta allt með léttúð og opnum huga,“ sagði Chamberlain.

Á heimili Chamberlain má finna marga einstaka húsmuni, svo sem ljós frá Trueing Studio sem prýðir borðstofuna ásamt borði frá Martin Massé. Í eldhúsinu mynda grænir tónar róandi stemningu, en stór gluggi í lofti eldhússins gefur rýminu mikla birtu og einstakan karakter. 

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

Sigga Dögg kynfræðingur Betra kynlífs svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda