Lúxusvilla við Meðalfellsvatn

Ljósmynd/Gunnlaugur A. Björnsson

Við Meðalfellsvatn í Kjós stendur einstaklega sjarmerandi 125 fermetra timburhús. Húsið er bæði hægt að nýta sem lúxusbústað í grennd við höfuðborgina og sem heilsárhús fyrir þá sem vilja búa í sveitinni. 

Um er að ræða fjögurra ára arfasmart hús með fjórum herbergjum. Gólfin eru flotuð en þykkar mottur gera heimilið notalegt. Svört eik er gegnumgangandi í húsinu. Eldhús, stofa og borðstofa eru í einu rými en eyjan í eldhúsinu er hjarta heimilisins. 

Stutt er að hinu fallega Meðalfellsvatni þar sem hægt er að njóta útivistar. Það kunna margir vel við sig við Meðalfellsvatn en tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens bjó með fjölskyldu sinni í Kjós um árabil. 

Af fasteignavef mbl.is: Nesvegur 4

Það er notalegt um að litast í húsinu í Kjósinni.
Það er notalegt um að litast í húsinu í Kjósinni. Ljósmynd/Gunnlaugur A. Björnsson
Ljósmynd/Gunnlaugur A. Björnsson
Ljósmynd/Gunnlaugur A. Björnsson
Ljósmynd/Gunnlaugur A. Björnsson
Ljósmynd/Gunnlaugur A. Björnsson
Ljósmynd/Gunnlaugur A. Björnsson
Ljósmynd/Gunnlaugur A. Björnsson
Ljósmynd/Gunnlaugur A. Björnsson
Ljósmynd/Gunnlaugur A. Björnsson
mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

Sigga Dögg kynfræðingur Betra kynlífs svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda