Vildi bara kaupa íbúð með baðkari

Auður Ýr Elísabetardóttir hefur búið sér og fjölskyldu sinni ákaflega …
Auður Ýr Elísabetardóttir hefur búið sér og fjölskyldu sinni ákaflega hlýlegt og fallegt heimili í Hlíðunum í Reykjavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Uppáhaldsstaður Auðar Ýrar Elísabetardóttur á fallegu heimili hennar Hlíðunum í Reykjavík er baðkarið en Auður setti þau skilyrði þegar hún og eiginmaður hennar Marínó Sigurðsson voru í fasteignaleit var að það væri baðkar í henni. Íbúðina keyptu þau haustið 2020 í miðjum heimsfaraldri, sem var eftir á að hyggja ekki mjög sniðugt að sögn Auðar því hún er húðflúrari og var tekjulaus í þrjá mánuði vegna lokana.

Auður flúrar á Íslenzku húðflúrstofunni og myndskreytir barnabækur til hliðar. Eiginmaður hennar er húsgagnasmiður og vinnur hjá Minjavernd. Saman eiga þau tvö börn, tíu ára dóttur og fjögurra ára son.

Fullkomin staðsetning

Íbúðin er undir súð og ákaflega hlýleg og falleg en á þessum tveimur árum hafa hjónin gert hana að sinni. „Hún var frekar illa farin eftir að hafa verið í útleigu, og bauð uppá möguleikann að auka verðmætið mjög mikið með smá snýtingu. Staðsetningin heillaði okkur líka. Það er einhvern veginn allt sem við þurfum í svo mikilli nálægð. Stutt í vinnuna og margir fjölskyldumeðlimir og vinir í göngufjarlægð,“ segir Auður. 

Mánuðinn sem þau fengu íbúðina afhenta mátti Auður ekki vinna vegna faraldursins og gat því verið í fullri vinnu í framkvæmdum. „Það þurfti svosem ekki að gera mikið en við pússuðum og olíubárum gólfið, tókum niður tvo veggi og settum upp einn til að bæta við auka herbergi fyrir unglinginn. Svo fengum við gefins gult klósett sem við settum upp,“ segir Auður. 

Héldu í upprunalega útlitið 

Auður segir þau hafa gert sitt besta til að halda í upprunalegt útlit íbúðarinnar, en byggingarár hússins er 1955. Létu þau sérsmíða gerefti á nýja herbergið svo það myndi passa við restina af íbúðinni. Einnig fundu þau notaða hurð á netinu sem var sambærileg í útliti og hinar hurðarnar. 

Auður leggur mikið upp úr því að andrúmsloftið á heimilinu sé hlýlegt og notalegt. „Þetta á að vera griðastaðurinn okkar sem knúsar mann þegar maður kemur heim,“ segir Auður. 

„Ég er voða mikill safnari, svo það hefur sett minn svip á íbúðina. Bækur, plöntur, steinar og hlutir með sögu kalla mikið á mig. Ég reyni að kaupa sem minnst af nýju, og einhvern vegin hafa hlutir ratað til mín óvænt og oft alveg frítt svo þetta hipsumhaps af hlutum gerðu íbúðina aðallega að minni,“ segir Auður.

Hennar uppáhaldsstaður á heimilinu er ofan í baðkarinu, sem er extra djúpt. „Það gerir mig mjög hamingjusama. Eina skilyrðið sem ég setti þegar við vorum að leita okkur að íbúð var að það væri baðkar,“ segir Auður. 

Skipti úr kokteilsósubleikum yfir í hamborgarsósulitinn

Húsgögn úr tekki hafa verið vinsæl undanfarin ár, líkt og á tímabili á síðustu öld. Á heimili Auðar og Marínós er að finna nokkur tekkhúsgögn, hansahillurnar fallegu og svo skrifborð. Skrifborðið er uppáhaldshúsgagn Auðar. 

„Það var lokaverkefni mannsins míns í húsgagnasmíði. Það er gullfallegt og var gert með fullkomnum skúffum fyrir teiknidótið mitt,“ segir Auður. 

Hansahillurnar koma úr ýmsum áttum en að mestu frá afa Marínós með smá viðbótum frá ömmu og afa Auðar og svo einhverju sem þau fundu á Facebook. 

Íbúðin er litrík og falleg, en Auður valdi flesta litina handahófskennt. „vo sagði maðurinn minn nei við sumu svo ég aðlagaði þá liti. Mesti brandarinn var að ég valdi kokteilsósubleikan á vegginn sem mér var neitað um svo ég skipti yfir í hamborgarasósu,“ segir Auður og passar liturinn svona ljómandi fallega. 

Framkvæmdum er ekki lokið hjá þeim, en þau eru nú að safna sér fyrir nýrri borðplötu í eldhúsinu og hyggjast samhliða því ætla að stækka eldhúsinnréttinguna út undir gluggann. Svo vilja þau einnig setja gólflista.

Tekkskrifborðið smíðaði Marínó, eiginmaður Auðar.
Tekkskrifborðið smíðaði Marínó, eiginmaður Auðar. mbl.is/Kristinn Magnússon
Hansahillan kemur úr ýmsum áttum, en meirihlutinn frá ömmum og …
Hansahillan kemur úr ýmsum áttum, en meirihlutinn frá ömmum og öfum. mbl.is/Kristinn Magnússon
„Maðurinn minn gaf mér hana í eins árs brúðkaupsafmælisgjöf. Við …
„Maðurinn minn gaf mér hana í eins árs brúðkaupsafmælisgjöf. Við bjuggum í San Francisco á þeim tíma og hann fann hana til sölu á netinu og ferðaðist á hinn endann á borginni til að sækja hana og burðaðist með hana í strætó til baka. Sem væri kannski ekki í frásögur færandi nema því hún er svo fáránlega þung að ég get varla loftað henni. Hún var síðan notuð sem gestabók í brúðkaupi mágkonu minnar. Ég elska hana voða mikið.“ mbl.is/Kristinn Magnússon
Auður hefur sankað að sér munum úr ýmsum áttum.
Auður hefur sankað að sér munum úr ýmsum áttum. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Plöntur eru áberandi á heimili Auðar.
Plöntur eru áberandi á heimili Auðar. mbl.is/Kristinn Magnússon
„Þetta er medium format myndavél úr dánarbúi afa mannsins míns. …
„Þetta er medium format myndavél úr dánarbúi afa mannsins míns. Við höfum náð einni filmu úr henni en hún er því miður orðin biluð. Hún dugir samt vel sem stofustáss.“ mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Baðkarið er uppáhaldsstaður Auðar á heimilinu.
Baðkarið er uppáhaldsstaður Auðar á heimilinu. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Auður er með skemmtilega hillu yfir eldhúsborðinu.
Auður er með skemmtilega hillu yfir eldhúsborðinu. mbl.is/Kristinn Magnússon
„Við erum með hauskúpur á víð og dreif um íbúðina. …
„Við erum með hauskúpur á víð og dreif um íbúðina. Allskonar fuglar, rotta og hreindýr. Við hirðum reglulega upp hræ sem við rekumst á, sem maðurinn minn svo vinnur. “ mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Auður valdi flesta litina á veggina.
Auður valdi flesta litina á veggina. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Innlit Bólstaðarhlíð 33
Innlit Bólstaðarhlíð 33 mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

Sigga Dögg kynfræðingur Betra kynlífs svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda