Plastplan hlýtur Hönnunarverðlaun Íslands 2022

Stofnendur Plastplan, Björn Steinar Blumenstein og Brynjólfur Stefánsson ásamt Lilju …
Stofnendur Plastplan, Björn Steinar Blumenstein og Brynjólfur Stefánsson ásamt Lilju D. Alfreðsdóttur, menningar og viðskiptaráðherra. Ljósmynd/Hönnunarmiðstöð Íslands

Hönnunarstofan Plastplan er sigurvegari Hönnunarverðlauna Íslands 2022 fyrir hugsjón sína, hönnun og stuðning við efnahringrásina. Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra veitti þeim Birni Steinari Blumenstein og Brynjólfi Stefánssyni, stofnendum Plastplan, verðlaunin við hátíðlega athöfn í Grósku.

Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn þann 17. nóvember í Grósku að viðstöddu fjölmenni sem fönguðu framúrskarandi hönnun. Viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun hlaut Fólk Reykjavík og Heiðursverðlaunahafi ársins er Reynir Vilhjálmsson, landslagsarkitekt. 

Óbilandi hugsjón frá stofnun

Í rökstuðningi dómnefndar segir að starf hönnunarstofunnar og plastendurvinnslunnar Plastplans hafi frá stofnun þess árið 2019 einkennst af sköpunargleði, tilraunamennsku, úrræðasemi og óbilandi hugsjón. 

Plastplan hefur á þessum þremur árum tekist á við að raungera hringrás plastefna með því að taka það sem til fellur af plasti frá fyrirtækjum innanlands og þróa og framleiða úr því ný og falleg verk, ýmist fyrir sína eigin vörulínu, eða nytjahluti fyrir fyrirtækin sem Plastplan er í samstarfi við. Innviða- og húsgagnahönnun þeirra fyrir Höfuðstöðina, sem er listasafn og menningarsetur byggt í kringum Chromo Sapiens, verk Shoplifter Art / Hrafnhildar Arnardóttur, er einstaklega vel heppnað í viðleitni sinni til að skapa fjölnota umgjörð sem hvorttveggja endurspeglar verk Shoplifters og flæðir samhliða þeim á eftirtektarverðan hátt.

Áhrif Plastplans mælast ekki aðeins í afköstum véla þeirra því það er hugsjón þeirra sem leiðir för og hefur áhrif á starf fyrirtækja og hönnuða vítt og breitt. Plastplan hefur lagt ríka áherslu á samfélagsfræðslu og sífellt fleiri samstarfsaðilar verða til fyrir vikið, sem hafa nú tileinkað sér endurvinnslu í eigin ranni. Allir vilja gera betur og breyta rétt. Oft hefur skort staðfærð, innlend úrræði þegar endurvinnsla og framleiðsla er í sívaxandi mæli í höndum aðila eða fyrirtækja erlendis, og ferlið þannig úr höndum neytandans og þar af leiðandi að stórum hluta ósýnilegt.

Plastplan er hönnunarstudio og plastendurvinnsla stofnuð árið 2019 af vöruhönnuðinum Birni Steinari Blumenstein og Brynjólfi Stefánssyni. Markmið Plastplan er að stuðla að fullkominni hringrás plastefna og með því sýna fram á mikla möguleika sem felast í hráefninu. Plastplan hefur frá árinu 2017 byggt, þróað og hannað vélar fyrir plastendurvinnslu til að efla úrvinnslu.

Plastplan á í stöðugu samstarfi við framsækin fyrirtæki, eins Icelandair, Ikea, Krónuna og 66° Norður og hjálpar þeim að taka auka græn skref í rekstri. Í því felst að Plastplan sækir plast vikulega og skilar sama plasti til baka í formi nýrra nytjahluta, hannaða og framleidda af Plastplan.

Brautryðjandi í landslagsarkitektúr

Reynir Vilhjálmsson hlaut heiðursverðlaunin í ár og tók á móti þeim í Grósku. Reynir er brautryðjandi í landslagsarkitektúr á Íslandi og spor hönnunar hans og áhrifa liggja víða.

Hann er meðal allra fyrstu íslensku landslagsarkitektanna og eftir hann liggja fjölmörg verk, allt frá skipulagi íbúðahverfa og umhverfishönnun innan þeirra, görðum, útivistarsvæðum og leiksvæðum til stærri umhverfisverka eins og snjóflóðavarnargarða. Reynir er næmur á hvernig móta má byggt umhverfi og landslag svo úr verði ein samfelld heild. 

Reynir Vilhjálmsson, landslagsarkitekt og Lilja D. Alfreðsdóttir, ráðherra.
Reynir Vilhjálmsson, landslagsarkitekt og Lilja D. Alfreðsdóttir, ráðherra. Ljósmynd/Hönnunarmiðstöð Íslands

Lagt traust sitt á íslenska hönnun

Hönnunarfyrirtækið Fólk Reykjavík hlaut viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun.  Fyrirtækið þykir hafa lagt traust sitt á íslenska hönnun með eftirtektarverðum og góðum árangri.

Fólk Reykjavík var stofnað árið 2017 með það að markmiði að leiða saman hönnun og framleiðslu með áherslu á sjálfbærni og hringrás hráefna. Fyrirtækið notar náttúruleg og endurunnin hráefni eins og stein, málm, gler, pappír, vottað timbur úr sjálfbært nýttum skógum, endurunnið stál og endurunnin textíl. Úr þessum hráefnum hafa meðal annars verið hönnuð og framleidd borð, hillur, vasar, kertastjakar og ljós.

Hönnunarfyrirtækið Fólk Reykjavík
Hönnunarfyrirtækið Fólk Reykjavík Ljósmynd/Hönnunarmiðstöð Íslands

Hönnunarverðlaun Íslands varpa ljósi á mikilvægi og gæðum íslenskrar hönnunar og arkitektúrs, enda er vægi hönnunar í menningu, samfélagi og viðskiptalífi alltaf að aukast.

Hönnunarverðlaun Íslands beina sjónum að því besta sem gert er á sviði hönnunar og arkitektúrs á Íslandi um leið og einstaka hönnuðum eða hópum hönnuða er veitt mikilvæg viðurkenning.

Það er Miðstöð hönnunar og arkitektúrs sem stendur að verðlaununum, í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands, Listaháskóla Íslands, Íslandsstofu og Samtök iðnaðarins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál