Töfrandi 169 milljóna einbýli

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Við Básenda í Reykjavík er að finna afar fallegt 239 fm einbýlishús sem byggt var 1959. Búið er að endurnýja húsið mikið á einstaklega smekklegan hátt. Eigendur hússins lögðu mikið á sig til þess að búa sér fallegt heimili. 

Í eldhúsinu er grá innrétting með fulningum. Innréttingin er frá HTH og er steinninn frá Granítsmiðjunni. Rýmið er nýtt vel en í stað þess að setja frístandandi eyju þá nær hún vegg í vegg og eru fallegar hillur fyrir ofan þar sem hægt er að geyma glös og skrautmuni. Hillan er íslensk hönnun en hún kemur frá Former og heitir Vera. 

Eldhús og stofa eru í sameiginlegu rými ásamt borðstofu. Það andar vel á milli þessara rýma en á gólfunum er parket með fiskibeinamunstri. Eins og sjá má á myndunum er heimilið einstaklega töfrandi og fallegt. 

Af fasteignavef mbl.is: Básendi 9

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál