Fimm stjörnu hönnunarbústaður

Ljósmynd/Airbnb.com

Í sveitum Viktoríufylkis í suðausturhluta Ástralíu má finna einstaka hönnunarperlu á 80 hektara landi. Villan, sem ber heitið Wensley, er byggð úr endurunnum döglingsviði og ironbark-viði sem gefa henni mikinn karakter. 

Hvert smáatriði í villunni er útpælt, en það voru arkitektúr- og innanhússhönnunarstofan Byrne og innanhússhönnunarstofan Lisa Buxton Interios sem sáu um hönnunina. Villan hefur vakið mikla athygli og birst í tímaritum á borð við Architectural Digest og House & Garden.

Ljósmynd/Airbnb.com

Mikil lofthæð og stórbrotið útsýni

Mikil lofthæð, gólfsíðir gluggar og hrár efniviður skapa afslappaða og notalega stemningu. Villan er umvafin einstöku umhverfi, en stórir gluggar hleypa mikilli birtu inn og færa gesti nær náttúrunni. 

Viður á veggjum og í lofti í bland við hráa steypu ljá eigninni mikinn karakter og tóna vel við ljóst gólfefni og húsmuni. 

Ljósmynd/Airbnb.com

Draumaeldhús sælkerans

Sannkallað draumaeldhús er í villunni, en þaðan er glæsilegt útsýni yfir nærliggjandi sveitir og búr troðfullt af sælkeravörum. Glæsileg gaseldavél, gæðaofn og fínustu eldhúsáhöld eru í eldhúsinu sem hefur allt sem þarf til að töfra fram dýrindis veislu. 

Ljósmynd/Airbnb.com

Þrjú svefnherbergi eru í villunni, en þar er þó pláss fyrir allt að tíu gesti hverju sinni. Í svefnherbergjunum er einfaldleikinn í forgrunni, en þar má sjá falleg pappaljós og hörrúmföt. 

Ljósmynd/Airbnb.com

Frístandandi baðkar inni og úti

Fallegt frístandandi baðkar úr náttúrusteini prýðir annað af tveimur baðherbergjum villunnar. Á baðherberginu má sjá mismunandi viðartóna í bland við hráa steypu og hvítar flísar sem gefa rýminu mikinn glæsibrag. Frá baðherberginu er útgengt á dásamlegan sólpall með útisturtu og stálbaðkari. 

Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com

Villuna er hægt að leigja út á Airbnb, en nóttin þar kostar um 870 bandaríkjadali, rúmar 125 þúsund krónur. 

Ljósmynd/Airbnb.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál