Gassi selur slotið

Ljósmynd/Gunnar Örn

Ljósmyndarinn Gassi Ólafsson hefur sett skemmtilegt raðhús hús sitt í Grafarholti á sölu. Gassi hefur komið sér vel fyrir í húsinu sem er 190 fermetrar að stærð með góðu skipulagi. 

Eldhúsið er svart og töff með veglegri eyju. Það er staðsett í opnu rými á efri hæðinni með mikilli lofthæð. Í húsinu má eflaust halda skemmtilegar veislur og matarboð. Borðstofuborðið er í miðju rýminu og er betri stofa með góðu útsýni í beinu framhaldi. Í smá útskoti er Gassi búinn að koma fyrir sjónvarpsholi sem er málað grátt og með flottum hillum sem ramma inn rýmið. 

Hjónasvíta með sér fataherbergi og baðherbergi er á efri hæðinni. Á neðri hæðinni eru svo þrjú barnaherbergi ásamt öðru baðherbergi. Algjör lúxus fyrir unglinga sem vilja vera í friði.  

Af fasteignavef mbl.is: Þorláksgeisli 48

Ljósmynd/Gunnar Örn
Ljósmynd/Gunnar Örn
Ljósmynd/Gunnar Örn
Ljósmynd/Gunnar Örn
Ljósmynd/Gunnar Örn
Ljósmynd/Gunnar Örn
Ljósmynd/Gunnar Örn
Ljósmynd/Gunnar Örn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál