Margrét og Haraldur eiga flottasta baðið í bænum

Margrét Rut Eddudóttir og Haraldur Þorleifsson eiga stórkostlegt kóralbleikt baðkar.
Margrét Rut Eddudóttir og Haraldur Þorleifsson eiga stórkostlegt kóralbleikt baðkar. Samsett mynd

Hjónin Margrét Rut Eddudóttir og Haraldur Þorleifsson eru óneitanlega með gott auga fyrir fallegri hönnun, en nýverið birti Haraldur mynd af stórkostlegu kóralbleiku frístandandi baðkari sem prýðir heimili þeirra í miðbænum. 

Haraldur starfar sem stjórnandi á Twitter, en þar að auki er hann hugmyndasmiður og helsti styrktaraðili verkefnisins Römpum upp Reykjavík. Margrét er listamaður, en saman stefna hjónin á að opna listamannasetur, tónlistarstúdíó og gallerí á Kjalarnesi á næsta ári. 

Á dögunum deildi Haraldur mynd af Margréti ofan í baðinu bleika á samfélagsmiðlinum Twitter, en myndin vakti mikla lukku á miðlinum. 

Falleg hönnun sem vekur athygli

Baðkarið, sem er kóralbleikt með mattri áferð, er hannað af Paulina Shacalis hjá Omnires Studios. Form baðsins þykir sérstaklega fallegt, en hönnunin hefur hlotið verðlaun, þar á meðal Red Dot-verðlaunin fyrr á árinu. 

Þó hönnun baðsins sé mínimalísk og stílhrein stelur baðkarið algjörlega senunni og passar vel inn á fallegt heimili hjónanna. Við baðkarið má svo sjá frístandandi baðtæki úr burstuðu gulli sem setur punktinn yfir i-ið. 

Af myndum að dæma hafa hjónin innréttað heimili sitt á afar smekklegan máta. Þá eru bleikir tónar áberandi, en á myndum af heimili þeirra má til dæmis sjá fallegan bleikan sófa, bleika mottu og bleika stóla sem passa sérlega vel við grænar plöntur sem sjást víða á heimilinu. 

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

Sigga Dögg kynfræðingur Betra kynlífs svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda