Plöntuparadís og litagleði í 101 Reykjavík

Ljósmynd/Gissur Orri Steinarsson

Við Hallveigarstíg í miðborg Reykjavíkur er að finna fallega íbúð í tvíbýlishúsi sem byggt var árið 1926. Íbúðin er skráð 132 fm að stærð, en hún er á tveimur hæðum og hefur verið mikið endurnýjuð. 

Íbúðin fór seinast á sölu árið 2015, en þó nokkrar breytingar hafa verið gerðar á íbúðinni síðan þá. Veggirnir í alrýminu hafa til að mynda verið málaðir ljósir, en þeir voru áður í bláum lit. 

Borðstofa, stofa og sjónvarpshol eru samliggjandi með flotuðum og lökkuðum gólfum. Þá eru listar í gluggum, lofti og hurðum hvítlakkaðir og gefa rýminu mikinn sjarma.

Íbúðin hefur verið skemmtilega innréttuð með fallegum húsmunum þar sem náttúrulegir tónar njóta sín í bland við skærari liti, svo sem gulan, bláan og bleikan. Sérstaka athygli vekur þó Monsteru-plantan í borðstofunni sem teygir anga sína langleiðina upp í loft, en auk hennar leynast margar fallegar plöntur á víð og dreif um íbúðina. 

Af fasteignavef mbl.is: Hallveigarstígur 4

Ljósmynd/Gissur Orri Steinarsson
Ljósmynd/Gissur Orri Steinarsson
Ljósmynd/Gissur Orri Steinarsson
Ljósmynd/Gissur Orri Steinarsson
Ljósmynd/Gissur Orri Steinarsson
Ljósmynd/Gissur Orri Steinarsson
Ljósmynd/Gissur Orri Steinarsson
Ljósmynd/Gissur Orri Steinarsson
Ljósmynd/Gissur Orri Steinarsson
Ljósmynd/Gissur Orri Steinarsson
Ljósmynd/Gissur Orri Steinarsson
Ljósmynd/Gissur Orri Steinarsson
Ljósmynd/Gissur Orri Steinarsson
Ljósmynd/Gissur Orri Steinarsson
Ljósmynd/Gissur Orri Steinarsson
Ljósmynd/Gissur Orri Steinarsson
Ljósmynd/Gissur Orri Steinarsson
Ljósmynd/Gissur Orri Steinarsson
Ljósmynd/Gissur Orri Steinarsson
Ljósmynd/Gissur Orri Steinarsson
Ljósmynd/Gissur Orri Steinarsson
mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda