Fangaklefi hlýlegri en heimili Kardashian

Heimili Kim Kardashain þykir ansi litlaust.
Heimili Kim Kardashain þykir ansi litlaust. Samsett mynd

Fylgjendur raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian eru síður en svo hrifnir af því hvernig hún innréttar heima hjá sér. Segja þeir heimilið litlaust og hægt sé að finna hlýlegri fangaklefa. 

Kardashian birti myndir af heimili sínu og skrifaði undir að þetta væru hlutir heima hjá henni sem veittu henni gleði. Þar á meðal var svefnherbergi hennar, en í því eru gráir marmaraveggir. Á annari mynd mátti sjá stofuna þar sem allt er í sama lit, líka parketið á gólfununum. 

Framkvæmdir virðast vera á heimilinu af myndunum að dæma, en þar mátti til dæmis sjá teikningu af brúnu herbergi. 

„Mér verður kalt að skoða þetta,“ skrifaði einn. „Mikið ofboðslega er þetta þunglyndislegt heimili,“ skrifaði annar. „Kimberly, það eru fangaklefar sem eru hlýlegri en þetta,“ skrifaði sá þriðji. 

Fylgjendur hennar eru ekki þeir einu sem gagnrýnt hafa heimili Kardashian. Hún sagði frá því fyrr í haust að þegar hún og elsta dóttir hennar, North, væru ósammála segði dóttir hennar að heimilið væri ljótt.

Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram
mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda