169 milljóna hönnunarparadís í Garðabæ

Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is

Við Hraunás í Garðabæ er að finna glæsilegt 267 fm parhús sem byggt var árið 2001. Eignin er á tveimur hæðum og státar af stílhreinum innréttingum og fallegum húsmunum. 

Smartland skrifaði síðast um eignina þegar hún fór á sölu árið 2017, en þá voru fallegir húsmunir og klassísk hönnun áberandi rétt eins og í dag. 

Stórir gluggar og mikil lofthæð á efri hæðinni gefur eigninni mikinn glæsibrag. Stofa og borðstofa eru samliggjandi í rúmgóðu og björtu alrými með stílhreinum húsgögnum, en sjarmerandi arinn setur punktinn yfir i-ið.

Í eldhúsinu er snyrtileg hvít innrétting og borðkrókur með fallegum bekk og hinu klassíska PH5 ljósi eftir hönnuðinn Poul Henningsen. Af efri hæðinni er útengt á stórar svalir til suðurs og vesturs, en fallegur og gróinn garður með stórri viðarverönd umlykur neðri hæð hússins. 

Á neðri hæð eru fjögur svefnherbergi, þar af stórt hjónaherbergi með fataskápum og rúmgóðu baðherbergi. Þar má einnig sjá flottan vegg sem hefur verið málaður með kalkmálningu í bleikum tón sem gefur rýminu skemmtilegan karakter.

Af fasteignavef mbl.is: Hraunás 10

Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál