„20 ára tímabil af íslenskum heimilum sem segja ótrúlega sögu“

Hjónin Halla Bára Gestsdóttir og Gunnar Sverrisson.
Hjónin Halla Bára Gestsdóttir og Gunnar Sverrisson.

Hjónin Halla Bára Gestsdóttir og Gunnar Sverrisson hafa unnið saman að fjölbreyttum verkefnum allan sinn hjúskap. Hún er innanhússhönnuður en hann ljósmyndari og saman hafa þau gefið út bækur og tímarit þar sem íslensk heimili hafa verið í forgrunni. Bækurnar Heimili, Heimsóknir, Heimilisbragur og Einbýlishús vöktu allar athygli þegar þær komu út en á tímabili stýrðu þau Lifun fyrir Morgunblaðið. 

Á dögunum gáfu þau út ljósmyndaplakat með myndum af íslenskum heimilum sem Gunnar  hefur tekið á tuttugu ára tímabili, frá 2002 til 2022. Myndirnar sýna ótrúlega fjölbreytta flóru heimila í gegnum árin sem Gunnar hefur tekið myndir af í eigin bækur og í blöð. Mörg heimilanna sýna jafnframt verk íslenskra innanhússarkitekta á borð við Rut Káradóttur, Berglindi Berndsen, Hönnu Stínu, Helgu Sigurbjarnadóttur, Guðbjörgu Magnúsdóttur, Hjalta Geir Kristjánsson, Valgerði Sveinsdóttur, Elsu Ævarsdóttur og HAF studíó. Með myndum sínum í gegnum árin af íslenskum heimilum, hvort sem hann hefur verið að taka myndir fyrir eigin útgáfu eða fyrir arkitekta og hönnuði, hefur Gunnar skráð samtímann á einstakan hátt. 

„Við hjónin höfum bara verið að spjalla um það hvað við eigum orðið gríðarlegt safn af myndum sem væri gaman að gera eitthvað með. Þá uppgötvuðum við líka að þessar myndir spanna 20 ára tímabil af íslenskum heimilum sem segja ótrúlega sögu og eru skrásetning á samtímanum. Gunni fékk síðan þessa hugmynd að setja saman margar myndir í eina stóra svo úr yrði eitt einstakt verk sem segði þessa sögu með því einu að horfa á hana. Þá höfum við líka verið lengi með þá hugmynd í kollinum að gera plaköt því okkur þykir það skemmtilegt form, afslappað og bjóða upp á marga möguleika,“ segir Halla Bára og bætir við: 

„Plakatið er hugsað til að standa eitt og sér, hengt upp á vegg eða látið hvíla á hillu í kringum áhugaverða hluti. Það kemur vel út á myndavegg sem hluti af ólíkum myndum og það brýtur upp fast form málverka eða annarra listaverka,“ segir hún.  

Plakatið er afar fallegt og eigulegt en það er hægt …
Plakatið er afar fallegt og eigulegt en það er hægt að kaupa það til dæmis í Epal. Ljósmynd/Gunnar Sverriss
Bókin Heimili eftir Gunnar Sverrisson ljósmyndara og Höllu Báru Gestsdóttur.
Bókin Heimili eftir Gunnar Sverrisson ljósmyndara og Höllu Báru Gestsdóttur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál