400 fm glæsihús á sjávarlóð í Arnarnesinu

Við Haukanes í Arnarnesinu er að finna um 400 fm einbýlishús eftir Sigvalda Thordarson arkitekt. Húsið var byggt 1964 og býr yfir einstökum eiginleikum. 

Húsið hefur verið endurbyggt og stækkað. Arkitektinn Helgi Hjálmarsson hannaði stækkun hússins. 

Einn vinsælasti innanhússarkitekt landsins Rut Káradóttir hannaði húsið að innan og var þess gætt að öll endurhönnun væri í samræmi við upprunalegan byggingarstíl hússins. Litapallettan innandyra er mjúk og fögur. 

Staðsetningin er einstök en hægt er að fara beint úr heita pottinum út í sjó ef fólk vill synda í Atlantshafinu. 

Af fasteignavef mbl.is: Haukanes 28

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál