Eldhús sem hittir beint í mark

Ljósmynd/airbnb.com

Í snoturri íbúð í hjarta Parísar leynist afar fagurt eldhús sem hittir beint í mark og gefur íbúðinni skemmtilegt yfirbragð. Íbúðin sjálf hefur mikinn sjarma, en þar eru útskornir listar á veggjum og í lofti áberandi og sannarlega í anda Parísar. 

Eldhúsinnréttingin er guðdómleg, en hún er svört á litinn og afar stílhrein með látlausum ramma sem gefur henni skemmtilegan karakter. Ofan á innréttingunni er falleg borðplata, snyrtilegur innfelldur vaskur og falleg blöndunartæki. 

Það er að verða sífellt vinsælla að sleppa efri skápum í eldhúsi og vera í stað þess með opnar hillur, en hér er sú hugmynd útfærð á skemmtilegan máta þar sem langri hillu hefur verið komið fyrir. Fallegum hlutum hefur verið raðað á hilluna, en þar má til dæmis sjá viðarbretti, listaverk, plöntur og leirtau. 

Yfir innréttingunni hangir svo fallegt ljós sem setur punktinn yfir i-ið, en það er krómlitað og gefur rýminu mikinn sjarma. Síðir gluggar hleypa svo mikilli birtu inn í rýmið sem hefur góða lofthæð, en fallegt ljóst parket með fiskibeinamynstri gefur rýminu mikla mýkt og tónar vel við dökka innréttinguna. 

Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál