Virðulegt einbýli við Smáragötu

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Smáragata er eftirsótt enda í hjarta miðborgar Reykjavíkur án þess að það sé búið að opna bar í næstu íbúð eða fólk sé að vakna á nóttunni við glamrið í hjólum á ferðatöskum. Við Smáragötu 11 er að finna vandað og huggulegt einbýli sem byggt var 1937. Húsið er 282 fm að stærð og á þremur hæðum. 

Húsið hefur breyst töluvert frá því það var byggt. Þess má geta að í eldhúsinu er nýleg innrétting sem teiknuð var af Yrki arkitektum og sérsmíðuð inn í húsið. Arkitektastofan hannaði líka skápa í forstofu og í borðstofu og setur hönnunin svip sinn á heimilið. Eins og sjá má á myndunum var þess gætt að hönnun á skápum og innréttingum passaði við byggingarstíl hússins. Örsmáu mósaíkflísarnar í eldhúsinu eru til dæmis gott dæmi um það.

Heimilið er búið eigulegum húsgögnum eftir þekkta hönnuði. Í stofunni eru til dæmis sófar Eriks Jörgensens og glerborð úr Casa sem var arfavinsælt í kringum 1986 og lifir hönnunin ennþá fantagóðu lífi. 

Sófarnir fara vel við Barcelona-stólinn og listaverk eftir þekkta íslenska listamenn eins og Tryggva Ólafsson. 

Af fasteignavef mbl.is: Smáragata 11

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál