66°Norður kemst á lista með Prada, Fendi og Bottega Veneta

Hér má sjá teppaklædda veggi sem minna á Rauðhóla.
Hér má sjá teppaklædda veggi sem minna á Rauðhóla. Thomas Meyer/OSTKREUZ

Tímaritið Wallpaper, sem er leiðandi á sviði tísku og hönnunar, tók saman lista yfir glæsilegustu hönnunarverslanir heims. Þar kemur fram að ný verslun 66°Norður á Regent Street í Lundúnum sé ein af þeim glæsilegustu. Á listanum eru verslanir heimsfrægra tískumerkja á borð við Dolce & Gabbana, Prada, Bottega Veneta og Fendi svo einhverjar séu nefndar. 

Í umfjöllun Wallpaper segir að sérlega vel hafi tekist til við hönnun nýrrar verslunar íslenska fatamerkisins á Regent Street. Arkitektinn, Gonzalez Haase, sem búsettur er í Berlín, hannaði verslunina en þar er að finna mörg heillandi smáatriði eins og teppaklædda veggi og gólf sem eiga að minna á Rauðhóla. Þar er líka að finna veggi sem eru klæddir eins og jarðvegur og þar eru líka skúlptúrar sem minna á bergkviku og ljósakerfi sem líkir eftir mistruðum, hvítum himni.

Wallpaper hefur eftir Helga Rúnari Óskarssyni, forstjóra 66°Norður, að merkið hafi verið stofnað árið 1926 til að klæða íslenska sjómenn og vernda þá fyrir náttúruöflunum við vinnu sína á hafinu á norðurheimsskautsslóðum.

„Síðan þá höfum við framleitt gæðafatnað sem stenst allar kröfur til að lifa og njóta í námunda við náttúruöflin. Besta leiðin til að kynna merkið og segja frá sjálfbærnisögu þess er að sýna gæðin og endinguna í vörunum á áhrifaríkan hátt í verslunum okkar,“ segir Helgi Rúnar í samtali við Wallpaper. 

Wallpaper

Gonzalez Haase AAS hannaði verslunina.
Gonzalez Haase AAS hannaði verslunina. Thomas Meyer/OSTKREUZ
Thomas Meyer/OSTKREUZ
Thomas Meyer/OSTKREUZ
Thomas Meyer/OSTKREUZ
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál