Fræga fólkið keypti, seldi og gerði upp

Það var mikið um að vera heima hjá fræga fólkinu …
Það var mikið um að vera heima hjá fræga fólkinu á árinu. Samsett mynd

Landsmenn veigruðu sér ekki við að flytja sig á milli staða á árinu sem er að líða. Þeir keyptu og seldu og endurbættu vistarverur sínar. 

Bubbi og Hrafnhildur skiptu um eldhús

Það ætlaði allt um koll að keyra þegar fréttir bárust af því að listamaðurinn Bubbi Morthens og viðskiptafræðingurinn Hrafnhildur Hafsteinsdóttir létu endurnýja eldhúsið heima hjá sér. Í fyrra fluttu þau úr Kjósinni út á Seltjarnarnes. Hjónin völdu hvíta sprautulakkaða innréttingu frá íslenska innréttingafyrirtækinu Axis og fengu sér marmaraborðplötu ofan á skápana. 

Bubbi og Hrafnhildur eiga fallegt eldhús.
Bubbi og Hrafnhildur eiga fallegt eldhús.

Húsið átti að kosta 225 milljónir en fór á 152 milljónir

Það vakti athygli þegar Sigvalda-hús við Skildinganes var selt. Upphaflega átti húsið að kosta 225 milljónir en á endanum lækkaði það um 73 milljónir og var selt á 152 milljónir. Húsið er afar fallegt en það þarfnaðist ástar. Húsið býr yfir öllum einkennum Sigvalda Thordarsonar arkitekts sem naut mikilla vinsælda hér á árum áður og gerir reyndar enn. Yngi Örn Kristinsson festi kaup á húsinu sem er 326 fm að stærð og var byggt 1960. Hann mun án efa gefa því alla þá ást sem það þarf. 

Ljósmynd/Fredrik Holm

Guðbjörg keypti 207 milljóna íbúð við Austurhöfn 

Kvikmyndaframleiðandinn Guðbjörg Sigurðardóttir fjárfesti vel á árinu sem er að líða. Það vakti athygli þegar Guðbjörg keypti aðra íbúð við Austurhöfn. Fyrst keypti hún íbúð við Bryggjugötu 2 en svo keypti hún aðra við Reykjastræti 5. Guðbjörg er gift Ottó Guðjónssyni sem er einn af vinsælustu lýtalæknum landsins. Nýja íbúðin er 148,7 fm að stærð og er staðsett á efstu hæð hússins. Fyrir íbúðina greiddi Guðbjört 207 milljónir. 

Hjónin Guðbjörg Sigurðardóttir og Ottó Guðjónsson.
Hjónin Guðbjörg Sigurðardóttir og Ottó Guðjónsson.

Keyptu 165 milljóna hús við sjóinn 

Fjölmiðlakonan Viktoría Hermannsdóttir og skemmtikrafturinn Sólmundur Hólm keyptu nýtt hús á árinu. Hjónin eiga samtals fimm börn og því þurftu þau meira pláss fyrir sig og sína. Fyrir valinu varð 329 fm hús við Faxaskjól í Reykjavík. Hjónin greiddu 165 milljónir fyrir húsið en síðan þá fengu afhent hafa þau verið í töluverðum framkvæmdum til þess að gera það ennþá betra. Hjónin eru í góðri æfingu á því sviði því þau tóku fyrra hús í nefið eins og sagt er. Sóli er ekki bara fyndinn og skemmtilegur heldur líka svona ógurlega handlaginn eins og dæmin sýna. 

Viktoría Hermannsdóttir og Sólmundur Hólm.
Viktoría Hermannsdóttir og Sólmundur Hólm. Ljósmynd/Hákon Broder Lund

Jóhanna Guðrún og Ólafur keyptu hús saman

Söngkona Jóhanna Guðrún Jónsdóttir var töluvert í fréttum á árinu. Það vakti athygli þegar hún festi kaup á 278 fm parhúsi ásamt kærasta sínum, Ólafi Friðrik Ólafssyni. Parhúsið var byggt 2008 og stendur á einstökum stað í Hafnarfirði. Hverfið er rólegt og barnvænt sem hentar vel fyrir margra barna fjölskyldur. 

Ljósmynd/Stefán Baxter

Vilborg og Helgi yfirgáfu 101 og fluttu í 200 Kópavog 

Hjónin Vilborg Halldórsdóttir og Helgi Björnsson fluttu í Kópavog á árinu. Húsið var byggt 1965 og státar af fegurð þess tíma. Það er 218 fm að stærð og var teiknað af Hannesi Kr. Davíðssyni arkitekt. Hjónin festu kaup á húsinu fyrir nokkrum árum en húsið hefur tilfinningalegt gildi því það var áður í eigu fjölskyldu þeirra. 

Helgi Björnsson og Vilborg Halldórsdóttir.
Helgi Björnsson og Vilborg Halldórsdóttir. Ljósmynd/Juliana Pezzoni

Lilja í Cosmo seldi höllina

Það vakti athygli þegar 516 fm einbýlishús Lilju Hrannar Hauksdóttur, oft kennda við tískuvöruverslunina Cosmo, fór á sölu í fyrra. Húsið er við Haukanes í Arnarnesinu og þykir glæsilegt. Það var þó ekki fyrr en á þessu ári sem húsið skipti um eigendur þegar Snókur ehf. festi kaup á húsinu en það félag er í eigu Hafdísar Bjargar Guðlaugsdóttur. Húsið var byggt 1980 og er eitt af þessum glæsihúsum sem Kjartan Sveinsson teiknaði á sínum ferli. 

Lilja í Cosmo.
Lilja í Cosmo. Ljósmynd/Styrmir Kári
Haukanes 13 er glæsileg fasteign. Húsið var byggt 1980.
Haukanes 13 er glæsileg fasteign. Húsið var byggt 1980.

Eva María og Sigurpáll seldu sumarbústaðinn sinn

Þjóðin stóð á öndinni þegar Smartland greindi frá því að Eva María Jónsdóttir fyrrverandi fjölmiðlakona og núverandi jógakennari hefði sett 24 fm sumarbústað sinn og eiginmannsins á sölu. Um er að ræða lítið krúttlegt heilsárshús sem er upplagt fyrir þá sem vilja eiga afdrep í sveitinni án þess að þurfa að kosta of miklu til. 

Eva María Jónsdóttir og Sigurpáll Scheving
Eva María Jónsdóttir og Sigurpáll Scheving mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ólafur Arnalds keypti dýrt einbýli í 101

Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds festi kaup á 253 fm einbýli við Marargötu í Reykjavík. Fyrir þetta fallega hús greiddi hann 255 milljónir króna. Hann fékk húsið afhent í janúar og síðan þá hafa framkvæmdir staðið yfir. Hann hefur gert það gott í tónlistarheiminum og ef það er eitthvað sem skapandi fólk þarf þá er það notalegt heimili. 

Ólafur Arnalds.
Ólafur Arnalds. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál