Með þeim ríkustu en ekki jafn glysgjarn og Boris

Rishi Sunak og Akshata Murty innréttuðu heimilið fyrir sinn eigin …
Rishi Sunak og Akshata Murty innréttuðu heimilið fyrir sinn eigin pening, enda eiga þau nóg til. AFP

Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands og eiginkona hans Akshata Murty, eru á meðal ríkasta fólks í Bretlandi. Þrátt fyrir það endurspeglar heimili þeirra að Downingstræti 10 ekki auðævi þeirra en þau búa í lítilli íbúð fyrir ofan skrifstofu forsætisráðherra. 

Ólíkt fyrirrennurum sínum, þar á meðal Boris Johnson, kýs Sunak að búa í minni íbúðinni, en ekki stærri íbúð að Downingstræti 11.

Sunak ogMurty fluttu inn í íbúðina við númer 10 þegarSunak var fjármálaráðherra Bretlands og innréttuðu hana að sínum smekk, fyrir sinn eigin pening. Þá bjó Johnson í stærri íbúðinni fyrir ofan númer 11, en hann ogCarrie Johnson eiginkona hans, eru sögð hafa innréttað hana mjög ríkmannlega.

Murty og Sunak eru á meðal ríkustu hjóna Bretlands.
Murty og Sunak eru á meðal ríkustu hjóna Bretlands. AFP

Stór gluggatjöld á litríku heimili

Fjallað er um Murty í tímaritinu Tatler þar sem meðal annars er rætt vini hennar og einnig bólstrarann John Challis og eiginkonu hans Alice. Challis-hjónin reka Challis Interiors og aðstoðuðu Murty við að innrétta heimilið að númer 10. Segja hjónin Murty vera mjög hrifna af gluggatjöldum og vill hún hafa þau stór, allt að fimm eða sex sinnum breiðari en almenn gluggatjöld.

Heimilið er litríkt samkvæmt viðmælendum Challis-hjónunum. Sæti eru í flestum gluggum og er Murty hrifnust af litum sem einna helst er að finna í skartgripum. Spurð hvort heimilisstíll Sunak og Murty jafn ríkmannlegt og heimili Johnson-hjónanna segja þau nei samtaka. „Mun minna glys,“ sögðu þau.

Persónuleg auðævi Murty eru metnar á 730 milljónir punda, sem eru rúmlega 125 milljarðar íslenskra króna. Hefur hún einna helst hagnast á því að vinna fyrir fyrirtæki föður síns, Infosys, en faðir hennar er N. R. Narayana Murthy. Hann er einn ríkasti maður Indlands og er fyrirtæki hans metið á 85 milljarða bandaríkjadala. Murty á undir eitt prósent í fyrirtækinu, en hún á einnig fjárfestingafyrirtækið Catamaran Ventures.

Boris og Carrie Johnson eru sögð hafa innréttað mjög svo …
Boris og Carrie Johnson eru sögð hafa innréttað mjög svo ríkmannlega heima hjá sér þegar þau bjuggu að Downingstræti 11. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál