Vinkonur sem taka til hjá fræga fólkinu

Gemma Lilly og Charlotte Reddington eru vinsælar.
Gemma Lilly og Charlotte Reddington eru vinsælar. Skjáskot/Instagram

Vinkonurnar Charlotte Reddington og Gemma Lilly kynntust í skóla en leiðir skildu þegar önnur fór í nám í almannatengslum en hin í tískuiðnaðinum. Þær urðu síðan óléttar á sama tíma og ákváðu að stofna saman fyrirtæki. Boltinn fór strax að rúlla og nú eru þær þekktar fyrir að taka heimili fræga fólksins í gegn. Helstu kúnnar þeirra eru Amanda Holden, Rita Ora, Peter Crouch, Jamie Oliver, Lisa Snowden og Georgia Toffolo.

Ekkert samviskubit

Þar sem stjörnurnar fá oft mikið sent heim til sín af ókeypis varningi sem fljótt er að safnast upp, þá hafa þær þróað ýmsa ferla til þess að tækla það vandamál. 

„Við reynum að búa til ákveðin svæði fyrir slíkar sendingar. Það svæði er síðan tæmt í lok vikunnar. Við erum á þeirri skoðun að þar sem maður bað ekki um þessa hluti þá á maður ekki að hafa neitt samviskubit yfir að losa sig við það eða gefa einhverjum öðrum það t.d. til góðgerðabúða,“ segir Reddington.

Þvinga aldrei til að henda

„Við þvingum aldrei fólk til að henda hlutum. Við viljum frekar að þeim líði vel heima hjá sér og að heimilið endurspegli persónuleika þeirra.“

„Það getur tekið á að fara í gegnum alla hluti sína. Eitt sinn hafði skjólstæðingur grennst mikið og þurfti að fara í gegnum allan fataskápinn. Við þurftum á endanum að losa okkur við 30 poka af fötum. Við gáfum til góðgerðamála og sendum líka vinum hennar margt. Stundum þarf þó fólk að fara út og taka sér pásu. Okkur finnst skemmtilegast þegar þau bara skilja okkur eftir og þá getum við komið þeim skemmtilega á óvart með árangrinum.“

Reddington og Lilly segja að skrítnasta beiðnin hafi verið þegar Rita Ora bað um að strigaskórnir yrðu raðaðir eftir lit og flokkaðir eftir merkjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál