Notalegt og sjarmerandi í Garðabænum

Ljósmynd/Kári Sverris

Við Holtsveg í Urriðaholtinu er að finna sjarmerandi 111 fm íbúð sem er staðsett á annarri hæð í fjölbýlishúsi sem byggt var árið 2017. Íbúðin er fallega innréttuð, en það voru innanhússhönnuðirnir Berglind Berndsen og Helga Sigurbjarnadóttir sem hönnuðu allar innréttingar. 

Íbúðin státar af þremur svefnherbergjum og einu baðherbergi, en í alrýminu eru eldhús, borðstofa og stofa samliggjandi. Í eldhúsi má sjá stílhreina dökka innréttingu með eyju sem tónar vel við fallegt borðstofuborð og svart bast-ljós í borðstofunni. 

Glæsilegir húsmunir eru í hverju horni, en þar má nefna guðdómlegan grænan sófa úr velvet-efni sem prýðir stofuna ásamt hinum stílhreina Little Big-stól frá Norr11. Falleg listaverk og speglar á veggjunum setja svo punktinn yfir i-ið. 

Af fasteignavef mbl.is: Holtsvegur 12

Ljósmynd/Kári Sverris
Ljósmynd/Kári Sverris
Ljósmynd/Kári Sverris
Ljósmynd/Kári Sverris
Ljósmynd/Kári Sverris
Ljósmynd/Kári Sverris
Ljósmynd/Kári Sverris
Ljósmynd/Kári Sverris
Ljósmynd/Kári Sverris
Ljósmynd/Kári Sverris
Ljósmynd/Kári Sverris
Ljósmynd/Kári Sverris
Ljósmynd/Kári Sverris
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál