Tryllt hönnunarperla í 1.850 m hæð

Ljósmynd/anders-suites.com

Lúxushótel í ítölsku Ölpunum hefur vakið mikla athygli eftir að hafa fengið glæsilega yfirhalningu fyrr á árinu. Hótelinu, sem hét áður Aurora, var breytt úr 50 herbergja hóteli í sannkallaða hönnunarperlu með sjö svítum. 

Nýja hótelið, Anders, var hannað af arkitektinum Martin Gruber, en það hefur vakið athygli fyrir einstakt form sem vekur athygli en er á sama tíma látlaust og fellur vel inn í stórkostlega náttúru sem umlykur hótelið. 

Aurora hótelið fyrir yfirhalninguna.
Aurora hótelið fyrir yfirhalninguna. Ljósmynd/anders-suites.com
Anders hótelið eftir yfirhalninguna.
Anders hótelið eftir yfirhalninguna. Ljósmynd/anders-suites.com

Útsýni yfir Dólómítafjöll

Hótelið er staðsett í 1.850 metra hæð og býður gestum sínum upp á guðdómlegt útsýni yfir Dólómítafjöll sem minnir helst á málverk. Það er ekki einungis náttúrufegurð sem tekur á móti hótelgestum þegar þeir mæta á hótelið heldur stórkostleg hönnun þar sem minimalísk og einfaldleiki eru í forgrunni. 

Við hönnun hótelsins var mikið unnið með efnivið frá náttúrunni, en látlaus grá steypa tónar afar vel við ljósan gegnheilan við sem er einkennandi í hönnuninni. Fáir en vandaðir húsmunir fá algjörlega að njóta sín, en áhersla hefur verið lögð á rúmgóð herbergi og stílhreina hönnun sem skapa rólegt og notalegt andrúmsloft fyrir gesti.

Það er því óhætt að segja að hótelið sé hið fullkomna athvarf fyrir náttúruunnendur og áhugafólk um arkitektúr og hönnun. 

Ljósmynd/anders-suites.com
Ljósmynd/anders-suites.com
Ljósmynd/anders-suites.com
Ljósmynd/anders-suites.com
Ljósmynd/anders-suites.com
Ljósmynd/anders-suites.com
Ljósmynd/anders-suites.com
Ljósmynd/anders-suites.com
Ljósmynd/anders-suites.com
Ljósmynd/anders-suites.com
Ljósmynd/anders-suites.com
Ljósmynd/anders-suites.com
Ljósmynd/anders-suites.com
Ljósmynd/anders-suites.com
Ljósmynd/anders-suites.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál