20 fm þaksvalir með heitum potti í 104 Reykjavík

Samsett mynd

Við Súðarvog í Reykjavík er að finna glæsilega 83 fm íbúð í fjölbýlishúsi sem byggt var árið 2022. Íbúðin hefur verið innréttuð á flottan máta þar sem lúxus er án efa í forgrunni.

Falleg litapalletta einkennir íbúðina sem hefur verið máluð í sjarmerandi litum með mattri áferð. Ljós litur er á veggjum og í lofti alrýmisins á meðan hlýlegur brúntóna litur varð fyrir valinu í svefnherberginu sem skapar afar notalega stemningu. 

Gólfsíðir gluggar gefa íbúðinni mikinn glæsibrag, en hörlitaðar gardínur hafa verið sérsniðnar í alla glugga sem veita bæði mýkt og hlýju. 

Eldhús og borðstofa eru samliggjandi í björtu rými, en yfir borðstofuborðinu má sjá fallegt hönnunarljós eftir finnska arkitektinn og hönnuðinn Seppo Koho. Frá eldhúsi er útgengt á 20 fm þaksvalir með stórkostlegu útsýni, en það er svo heiti potturinn sem setur punktinn yfir i-ið. 

Stofan er aðskilin eldhúsi og borðstofu, en þar eru fallegir húsmunir í hverju horni. Þar á meðal má nefna Mango hægindastólinn sem hannaður var af Note Design Studio fyrir Wandelbo og fallega Mantis BS2 vegglampann sem Bernard Schottlander hannaði fyrir DCW.

Af fasteignavef mbl.is: Súðarvogur 4

Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál