Hönnun sem birtir upp svartasta skammdegið

Samsett mynd

Falleg lýsing getur gert gæfumuninn, og þá sérstaklega núna í janúarbyrjun þegar skammdegið rænir okkur mest allri birtu. Ljós geta þó gert margt annað en að lýsa upp heimilið, en í dag er úrvalið af fallegum hönnunarljósum mikið og óhætt að segja að þau geti sannarlega sett punktinn yfir i-ið í hvaða rými sem er. 

Smartland tók saman nokkur sérlega falleg hönnunarljós sem gleðja augað og hleypa þar að auki birtu inn í líf okkar þegar við þurfum mest á því að halda. 

Astep Model 2065

Stílhreint ljós úr smiðju Gino Sarfatti, en hann er þekktur fyrir að gera tilraunir með mismunandi form og efnisval. Ljósið var upprunalega hannað árið 1950 fyrir ítalskt lýsingarfyrirtæki í eigu Sarfatti, en rétt fyrir aldamót kom barnabarn hans því aftur á markaðinn í samvinnu við Flos. 

Fæst í Lumex og kostar 185.000 kr.
Fæst í Lumex og kostar 185.000 kr. Ljósmynd/astep.design

Eiffel veggljós

Ljósið var hannað af Krøyer Sætter Lassen fyrir Frama árið 2019 með einfaldleika að leiðarljósi. Þrátt fyrir einfaldleikann býr ljósið yfir einstökum sjarma og tekur sig glæsilega út.

Fæst í Mikado og kostar 154.990 kr.
Fæst í Mikado og kostar 154.990 kr. Ljósmynd/mikado.store

Drop Chandelier Bulp

Hönnuðir þessa fallega ljóss sóttu innblástur í danskan módernisma frá fimmta áratugnum. Armar ljóssins eru hreyfanlegir og því er hægt að útgæra það á marga skemmtilega vegu, en falleg og hlý birta er af ljósinu sem setur sterkan svip á rýmið.

Fæst í Norr11 og kemur í tveimur stærðum. Verð frá …
Fæst í Norr11 og kemur í tveimur stærðum. Verð frá 123.990 kr. til 171.990 kr. Ljósmynd/101cph.com

Formakami ljósin

Falleg handgerð ljós úr pappír sem hafa slegið rækilega í gegn, en skemmtileg form ljósanna gefa þeim mikinn sjarma. Það var Jaime Hayon sem hannaði ljósin fyrir, en hann sótti innblástur í hefðbundna asíska lampa. 

Fæst í Epal og kemur í þremur mismunandi formum og …
Fæst í Epal og kemur í þremur mismunandi formum og stærðum.Verð frá 27.500 kr. til 33.500 kr. Ljósmynd/andtradition.com

Flowerpot VP3 borðlampi

Klassísk hönnun frá árinu 1969, en þessi glaðlegi og skemmtilegi lampi var hannaður af Verner Panton. Lampinn varð fljótlega mikið hönnunartákn og prýðir mörg falleg heimili á Íslandi. 

Fæst í Epal og kostar 48.500 kr.
Fæst í Epal og kostar 48.500 kr. Ljósmynd/andtradition.com

Volumen loftljós

Þetta grófa og flotta „industrial“ loftljós er frá House Doctor, en það er óhætt að segja að ljósið hitti beint í mark hjá hönnunarunnendum sem kunna að meta grófa og hráa húsmuni.

Fæst í Fakó og kostar 35.900 kr.
Fæst í Fakó og kostar 35.900 kr. Ljósmynd/fako.is

Buster borðlampi

Fallegur borðlampi frá Watt&veke úr basti. Það er einstaklega falleg birta sem kemur af lampanum sem býr til afar notalega stemningu.

Fæst í Dimm og kostar 27.990 kr.
Fæst í Dimm og kostar 27.990 kr. Ljósmynd/wattveke.se

Composition ljós

Afar sjarmerandi veggljós sem hannað af hönnuðinum Theodóru Alfreðsdóttur. Ljósið er úr stein og málm, en Theodóra er þekkt fyrir sterka formnotkun í hönnun sinni. Sannkallað listaverk á vegginn!

Fæst í Epal og kostar 79.900 kr.
Fæst í Epal og kostar 79.900 kr. Ljósmynd/epal.is

Pappaljós

Danska hönnunarmerkið Hay hefur slegið í gegn á heimsvísu, enda með skemmtilegt úrval af húsmunum með skandinavísku yfirbragði. Pappaskermurinn veitir hlýja og milda birtu, en þar að auki er ljósið stílhreint og klassískt.

Fæst í Epal og kemur í þremur mismunandi stærðum. Verð …
Fæst í Epal og kemur í þremur mismunandi stærðum. Verð frá 3.800 kr. til 7.500 kr. Ljósmynd/epal.is

Clam borðlampinn

Borðlampi frá 101 Copenhagen. Tveir skermar umlykja peruna og skapa fallega lýsingu sem er mitt á milli óbeinnar og beinnar lýsingar, en lampinn er skemmtilegur í laginu og hefur mikinn karakter. 

Fæst í Norr11 og kostar 52.990 kr.
Fæst í Norr11 og kostar 52.990 kr. Ljósmynd/norr11.is

w171 Alma

Fallegt hönnunarljós úr smiðju Tham & Videgård þar sem mjúkar andstæður milli ljóss og skugga koma fram. 

Fæst í Mikado og kostar 89.990 kr.
Fæst í Mikado og kostar 89.990 kr. Ljósmynd/mikado.store

T-Lamp

Fallegur lampi sem hannaður var af Regular Company fyrir Frama árið 2017. Þó lampinn sé stílhreinn og einfaldur hefur hann stórkostlegt yfirbragð, en hægt er að halla skerminum og stjórna þannig hvert ljósinu er varpað. 

Fæst í Mikado og kostar 49.990 kr.
Fæst í Mikado og kostar 49.990 kr. Ljósmynd/mikado.store

Cestita lampi

Guðdómlegur lampi sem hannaður var af Miguel Milá árið 1962. Lampinn kemur í tveimur stærðum, en formbeygð kirsuberjagrindin og opal-litaða glerið tóna sérlega vel saman og fegrar hvert heimili. 

Cestita frá Santa & Cole fæst í Haf Store, hann …
Cestita frá Santa & Cole fæst í Haf Store, hann kemur í tveimur stærðum og kostar frá 57.500 kr. til 127.500 kr. Ljósmynd/hafstore.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál