Kristín Helga selur ævintýralega eign á Dalvík

Rithöfundurinn Kristín Helga Gunnarsdóttir hefur sett ævintýralega eign sína á …
Rithöfundurinn Kristín Helga Gunnarsdóttir hefur sett ævintýralega eign sína á Dalvík á sölu. mbl.is/Hari

Rithöfundurinn Kristín Helga Gunnarsdóttir og eiginmaður hennar, Helgi Geirharðsson, hafa sett skemmtilegt einbýli þeirra á Dalvík á sölu. Eignina hafa þau innréttað sem skíðaskála og er hún því óneitanlega mikil paradís fyrir útivistarunnendur. 

Húsið var reist árið 1930, en Kristín og Helgi keyptu eignina árið 2011 og fóru í þá miklar endurbætur þar sem margir hlutir fengu nýtt líf. Um 4,5 tonn af rekaviði frá Skagaströnd voru flutt á staðinn og notaður sem gólfefni og í verönd á baklóðinni. Þá var heillegt efni úr kaupfélagshúsinu á Dalvík notað í þakframkvæmdir og afgangsflísar fengnar úr flísabúðum. 

Eignin skiptist í forstofu, eldhús, stofu, fjögur svefnherbergi, snyrtingu, baðherbergi og rúmgóða skíðastofu. 

Efni í innréttingar var keypt í Efnissölunni, en í eldhúsi má sjá handsmíðaða innréttingu sem klædd er með bandsöguðu birki frá skógræktinni í Heiðmörk. Þá er eldhúsborðið einnig úr smiðju Kristínar og Helga sem notuðu efni úr þakinu á gamla leikhúsinu á Dalvík í borðið. 

Skíðastofan er um 45 fm að stærð með góðri aðstöðu fyrir skíði. Timburgólf úr rekavið af Skagaströnd prýðir stofuna á meðan loftið hefur verið betrekað með íslenskum landakortum sem gefa rýminu einstakan sjarma. 

Kristín er lagin við að skapa ævintýralega stemningu, en þau hjónin eru búsett í fallegu einbýlishúsi í Garðabænum. Kristín bauð lesendum Smartlands í heimsókn í desember síðastliðnum þegar hún var gestur Heimilislífs. 

Af fasteignavef mbl.is: Skíðabraut 7B

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál