Einstök hönnun eftir Sæju í Hlíðunum

Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is

Notaleg litapalletta og einstök hönnun einkenna glæsilega 122 fm íbúð við Skaftahlíð í Reykjavík. Íbúðin var gerð upp árið 2020, en það var innanhússhönnuðurinn Sæbjörg Guðjónsdóttir, eða Sæja eins og hún er kölluð, sem sá um endurhönnun íbúðarinnar, skipulag, innréttingar, lýsingu og efnisval. 

Gengið er inn í flísalagt anddyri og hol með fallegum síðum glugga til vesturs sem hleypir mikilli birtu inn í rýmið. Stórkostlegt málverk eftir myndlistamanninn Steingrím Gauta Ingólfsson tekur á móti gestum til móts við innganginn.

Stofa og borðstofa eru samliggjandi í opnu og björtu rými með eikarparketi í fiskibeinamynstri. Fallegir húsmunir prýða rýmið og skapa afar notalegt andrúmsloft, en þar má sjá klassíska og tímalausa hönnun.

Þar má nefna Eames hægindastólinn sem Eames-hjónin hönnuðu árið 1956, Gräshoppa gólflampann eftir Gretu M. Grossman frá 1947 og Sjöuna úr smiðju Arne Jacobsen frá árinu 1955. Fyrir ofan sófann má svo sjá fallegt verk eftir myndlistamanninn Leif Ými Eyjólfsson. 

Í eldhúsinu er falleg sérsmíðuð eldhúsinnrétting frá Formus og marmari á borðum. Gluggar eru á tvo vegu í rýminu og hleypa góðri birtu inn.

Á svefnherbergisgangi má sjá skemmtilega hannað baðherbergi þar sem fagurfræði og praktík mætast. Fallegar flísar eru á gólfi og veggjum og býr til mjúka og notalega stemningu. Þá má sjá afar sniðuga lausn á aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara í rýminu.

Af fasteignavef mbl.is: Skaftahlíð 26

Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál