182 fm glæsihýsi með heitum og köldum potti

Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is

Við Kjóahraun í Hafnarfirði er að finna 182 fm einbýli á tveimur hæðum. Húsið var byggt árið 1999, en á undanförnum árum hefur eignin fengið þó nokkra yfirhalningu að innan og óhætt að segja að útkoman sé afar glæsileg. 

Á neðri hæðinni er rúmgóð og björt stofa þar sem einfaldleikinn er í forgrunni og því fá fallegir húsmunir algjörlega að njóta sín. Frá stofunni er útgengt á 97 fm timburverönd með heitum og köldum potti og fallegri útilýsingu. 

Á sömu hæð má finna samliggjandi eldhús og borðstofu með stórum gluggum sem hleypa mikilli birtu inn í rýmið. Eldhúsið er skemmtilega upp sett með snyrtilegri hvítri innréttingu. Í borðstofunni má svo sjá píanó og fallegan bekk sem setja sannarlega punktinn yfir i-ið. 

Fjögur svefnherbergi eru á efri hæð hússins auk baðherbergis með „walk in“ sturtu og innbyggðum blöndunartækjum. Svarbrún innrétting með ljósum akrílstein og tveimur vöskum prýðir baðherbergið, en stílhrein svört blöndunartæki setja glæsibrag á rýmið. 

Af fasteignavef mbl.is: Kjóahraun 10

Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál