Bjart og stílhreint á Seltjarnarnesi

Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is

Við Skerjabraut á Seltjarnarnesi er að finna smekklega 92 fm íbúð á annarri hæð í fjölbýlishúsi sem var byggt árið 2015. Stórir gluggar hleypa mikilli birtu inn í íbúðina sem er búin fallegum og stílhreinum húsmunum. 

Íbúðin skiptist í forstofu, baðherbergi, svefnherbergi og stórt alrými með samliggjandi stofu og eldhúsi. Falleg gegnheil furuborð eru á gólfum sem skapa afar notalega stemningu með skandinavískum blæ. 

Há og tignarleg planta sem líkist helst bananaplöntu eða paradísafugli fangar án efa athygli í stofunni. Þá má sjá skemmtilega lausn á sjónvarpsskáp þar er hillukerfið eftir sænska arkitektinn Nils Strinning notað. Hönnunin er í senn klassísk og tímalaus, en hillukerfið kom fyrst á markað árið 1949 og hefur síðan hlotið mörg alþjóðleg hönnunarverðlaun. 

Í borðstofunni má sjá fjórar hvítar Sjöur úr smiðju Arne Jacobsen sem er meðal þekktustu hönnuða Danmerkur og spilaði lykilhlutverk í innleiðingu módernismans í landinu, en stólinn hannaði hann árið 1955. 

Af fasteignavef mbl.is: Skerjabraut 3

Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál