Uppáhaldsplöntur Skandinava

Ljósmynd/Unsplash/Beazy

Fallegar plöntur þykja mikið híbýlaprýði, en þær eru frábær leið til að færa heimilinu hlýju, lit og hreyfingu. Það getur hins vegar reynst krefjandi að halda plöntum fallegum og lifandi innandyra, sérstaklega hér í Skandinavíu þar sem við fáum um 20 klukkutíma af dags- og sólarljósi á dag yfir sumartímann, en aðeins 5 tíma yfir vetrartímann. 

Engu að síður eru ákveðnar plöntur sem pluma sig betur en aðrar í krefjandi aðstæðum líkt og hér á landi. Þá henta grænar plöntur betur en blómstrandi plöntur, þó blómin séu afar heillandi og gleðji augað, enda halda þær sig betur yfir vetrarmánuðina en blómstrandi plöntur. 

Burkni

Burknar eru tiltölulega einfaldir í umhirðu og þrífast við lítil birtuskilyrði. Burknar eru gróplöntur og mynda ekki blóm, en alls vaxa 23 tegundir burkna hér á Íslandi. Þeir vaxa best í skugga eða hálfskugga, en gott er að úða þá reglulega svo þeir haldist fallegir. 

Burkninn er fíngerð og falleg planta.
Burkninn er fíngerð og falleg planta. Ljósmynd/Unsplash/De an Sun

Fíkus

Fíkusplöntur eru þekktar fyrir að vera harðgerðar og þola margs konar umhverfi. Til viðbótar við fagurfræði plöntunnar hefur hún jákvæð áhrif á loftgæði heimilisins. Þó plantan dafni best við fremur björt skilyrði má hafa hana í skugga, en hana þarf að vökva reglulega.

Fíkus plöntur hafa verið gríðarlega vinsælar síðustu ár, enda fallegar …
Fíkus plöntur hafa verið gríðarlega vinsælar síðustu ár, enda fallegar plöntur. Ljósmynd/Unsplash/Joash Castro

Alcoasia 

Alcoasia plönturnar eru skrautlegar og lífga upp á heimilið. Þetta eru suðrænar plöntur sem gefa heimilinu mikla hlýju sem við þurfum öll á að halda yfir köldustu mánuðina. Þær þrífast best í nokkuð björtu rými en þurfa þó ekki beint sólarljós. Þær vilja mikinn raka og því er mælt með að úða þær reglulega og vökva oft en lítið í einu. Plönturnar fara í vetrarham yfir dimmustu mánuðina, en þá er mælt með að minnka vökvun. 

Alcoasia plantan er skemmtileg planta sem lífgar upp á heimilið.
Alcoasia plantan er skemmtileg planta sem lífgar upp á heimilið. Ljósmynd/Unsplash/Feey

Calathea

Calathea plönturnar eru afar litríkar og fallegar, en þær eru til í mörgum afbrigðum. Þær eru auðveldar í umhirðu og vilja óbeina birtu. Þær geta þó verið viðkvæmar fyrir of miklum kulda og því þarf að varast að hafa þær nálægt opnum glugga. 

Calathea plönturnar eru litaglaðar og gefa heimilinu skemmtilegan karakter.
Calathea plönturnar eru litaglaðar og gefa heimilinu skemmtilegan karakter. Ljósmynd/Pexels/Teona Swift

Aloe Vera

Aloe Vera plantan er stundum kölluð „læknirinn í blómapottinum“ vegna græðandi eiginleika hennar, en plantan hentar vel á norðlægum slóðum þar sem hún er harðgerð og auðveld í umhirðu. Það er helst ofvökvun sem drepur plöntuna, en mold hennar má þorna inn á milli vökvana.

Læknirinn í blómapotti ætti að vera inni á öllum heimilum.
Læknirinn í blómapotti ætti að vera inni á öllum heimilum. Ljósmynd/Pexels/J. Kelly Brito
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál