Hlýir og mjúkir tónar í Kópavogi

Ljósmynd/Gandri Bergmann/Procura Home

Við Ásakór í Kópavogi er að finna afar huggulega 157 fm íbúð á þriðju hæð í steinsteyptu fjölbýlishúsi sem byggt var árið 2007. Hlýir og mjúkir tónar eru einkennandi í íbúðinni þar sem fallegir húsmunir eru í hverju horni. 

Í alrými eru eldhús, stofa og borðstofa samliggjandi. Stórir gluggar hleypa mikilli birtu inn í rýmið sem er málað í mjúkum brúnum tón. Grænar plöntur og þurrkuð strá eru víðsvegar í rýminu og búa til notalega stemningu. 

Náttúruleg efni eru áberandi í húsmununum, þá sérstaklega viður, bast og leir. Fallegar mynstraðar mottur grípa án efa augað, en þær eru víðsvegar um íbúðina og setja sjarmerandi svip á eignina. 

Frá stofu og borðstofu er útgengt á tvennar svalir, annars vegar 10 fm suðursvalir og hins vegar 10 fm vestursvalir með góðu skjóli. Þá nýtur íbúðin sólar frá sólarupprás til sólseturs.

Af fasteignavef mbl.is: Ásakór 15

Ljósmynd/Gandri Bergmann/Procura Home
Ljósmynd/Gandri Bergmann/Procura Home
Ljósmynd/Gandri Bergmann/Procura Home
Ljósmynd/Gandri Bergmann/Procura Home
Ljósmynd/Gandri Bergmann/Procura Home
Ljósmynd/Gandri Bergmann/Procura Home
Ljósmynd/Gandri Bergmann/Procura Home
Ljósmynd/Gandri Bergmann/Procura Home
Ljósmynd/Gandri Bergmann/Procura Home
Ljósmynd/Gandri Bergmann/Procura Home
Ljósmynd/Gandri Bergmann/Procura Home
Ljósmynd/Gandri Bergmann/Procura Home
Ljósmynd/Gandri Bergmann/Procura Home
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál