214 milljóna draumahús í Hafnarfirði

Ljósmynd/Anna María Írisardóttir

Við Brekkuás í Hafnarfirði er að finna glæsilegt 428 fm einbýli sem reist var árið 2014. Mikill lúxusbragur er yfir eigninni sem hefur verið innréttuð á smekklegan máta. 

Stofa, borðstofa og eldhús eru samliggjandi í rúmgóðu alrými á efri hæð. Gólfsíðir gluggar eru eftir allri stofunni sem hleypa mikilli birtu inn og veita fallegt útsýni. Í eldhúsi er að finna stílhreina innréttingu og eyju með quarts-borðplötu, en þaðan er útgengt á bambuspall til suðurs. 

Fallegir húsmunir prýða eignina og gefa henni skemmtilegan karakter. Í stofu má til að mynda sjá fallegt loftljós sem Raimond Puts hannaði árið 2009, en miklar pælingar liggja að baki hönnunar ljóssins þar sem Puts sótti innblástur bæði í jarðfræði og stærðfræði. 

Á neðri hæð hússins má meðal annars finna einkar glæsilegt baðherbergi með baðkeri og sturtu. Afar smekkleg innrétting með guðdómlegum ítölskum marmara gefur rýminu mikinn lúxusbrag. 

Á neðri hæð má einnig finna sannkallað drauma þvottahús sem er afar rúmgott með innréttingu sem rúmar tvær þvottavélar og þurrkara í vinnuhæð. Aðstaðan er afar heillandi með sérstaklega góðu vinnu- og skápaplássi. 

Af fasteignavef mbl.is: Brekkuás 21

Ljósmynd/Anna María Írisardóttir
Ljósmynd/Anna María Írisardóttir
Ljósmynd/Anna María Írisardóttir
Ljósmynd/Anna María Írisardóttir
Ljósmynd/Anna María Írisardóttir
Ljósmynd/Anna María Írisardóttir
Ljósmynd/Anna María Írisardóttir
Ljósmynd/Anna María Írisardóttir
Ljósmynd/Anna María Írisardóttir
Ljósmynd/Anna María Írisardóttir
Ljósmynd/Anna María Írisardóttir
Ljósmynd/Anna María Írisardóttir
Ljósmynd/Anna María Írisardóttir
Ljósmynd/Anna María Írisardóttir
Ljósmynd/Anna María Írisardóttir
Ljósmynd/Anna María Írisardóttir
Ljósmynd/Anna María Írisardóttir
Ljósmynd/Anna María Írisardóttir
Ljósmynd/Anna María Írisardóttir
Ljósmynd/Anna María Írisardóttir
Ljósmynd/Anna María Írisardóttir
Ljósmynd/Anna María Írisardóttir
Ljósmynd/Anna María Írisardóttir
Ljósmynd/Anna María Írisardóttir
Ljósmynd/Anna María Írisardóttir
Ljósmynd/Anna María Írisardóttir
Ljósmynd/Anna María Írisardóttir
Ljósmynd/Anna María Írisardóttir
Ljósmynd/Anna María Írisardóttir
Ljósmynd/Anna María Írisardóttir
Ljósmynd/Anna María Írisardóttir
Ljósmynd/Anna María Írisardóttir
Ljósmynd/Anna María Írisardóttir
Ljósmynd/Anna María Írisardóttir
Ljósmynd/Anna María Írisardóttir
Ljósmynd/Anna María Írisardóttir
Ljósmynd/Anna María Írisardóttir
Ljósmynd/Anna María Írisardóttir
Ljósmynd/Anna María Írisardóttir
Ljósmynd/Anna María Írisardóttir
mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda