Basalt keypti 225 milljóna hús við Kaffibarinn

Bergstaðastræti 3 var selt í desember á 225 milljónir.
Bergstaðastræti 3 var selt í desember á 225 milljónir.

Í haust var einbýlishús við Bergstaðastræti 3 auglýst til sölu. Húsið er 329 fm að stærð og byggt 1902. Um er að ræða þrílyft timburhús með svartri bárujárnsklæðningu, hvítmáluðum gluggum og rauðu þaki. Í húsinu er aukaíbúð á jarðhæð og á lóðinni er stúdíóíbúð. 

Húsið var í eigu Jökuls Tómassonar og Kathy June Clark. Fyrirtækið Basalt ehf. festi kaup á húsinu í desember. Ásett verð var 250 milljónir þegar það fór á sölu en Basalt ehf. greiddi 225 milljónir fyrir það. Eigandi Basalt ehf. er Svanur Kristbergsson fjárfestir. Hann hefur verið umsvifamikill í fasteignaviðskiptum í um tvo áratugi. Smartland sagði frá því 2021 þegar hann setti sumarbústað sinn á Þingvöllum á sölu en það er ennþá óselt og ennþá í eigu Svans.  

Bergstaðastræti 3 er vel afgirt en einn vinsælasti skemmtistaður Reykjavikur í bráðum þrjá áratugi, sjálfur Kaffibarinn, er í húsinu við hliðina á. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

tannlæknir svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda