Spáir því að markaðurinn hressist með vorinu

Kjartan Hallgeirsson fasteignasali og framkvæmdastjóri Eignamiðlunar segir að litlar íbúðir …
Kjartan Hallgeirsson fasteignasali og framkvæmdastjóri Eignamiðlunar segir að litlar íbúðir séu mjög vinsælar. Ljósmynd/Samsett

Kjartan Hallgeirsson fasteignasali og framkvæmdastjóri Eignamiðlunar segir að það hafi byrjað að hægjast á fasteignamarkaðnum síðasta haust. Hann spáir því að hann hressist með vorinu. Litlar íbúðir fyrir fyrstu kaupendur eru eftirsóttar og líka íbúðir með fjórum eða fimm herbergjum. Draumurinn um sérbýlið er líka sterkur hjá landsmönnum. 

Hvernig upplifir þú fasteignamarkaðinn akkúrat núna?

„Markaðurinn var mjög rólegur fyrir áramótin en hefur verið að lifna talsvert við frá áramótum. Það er búið að þrengja mjög að fyrstu kaupendum og draga mátt úr öðrum með háum vöxtum og umræðunni, en það eru fleiri kaupendur en seljendur og því mun markaðurinn halda áfram að taka við sér,“ segir hann.

Hverju er fólk helst að leita eftir?

„Fólk leitar almennt eftir góðu og öruggu húsnæði. Fyrir suma er staðsetning aðalmálið. Fyrir fjölskyldufólk er það öruggt heimili fyrir fjölskylduna með góðum samgöngum og að skólamál séu í lagi. Fyrir fyrstu íbúðakaupendur er gott ástand fasteignar mikilvægt,“ segir hann.

Nú tala margir um að það sé að hægjast mikið á markaðnum. Finnur þú og þið á Eignamiðlun fyrir því?

„Það hægðist talsvert á markaðnum síðasta haust en það hefur orðið breyting á því eftir áramót og við finnum fyrir meiri áhuga kaupenda. Við heyrum það sama hjá öðrum fasteignasölum.“

Hvernig eignir eru vinsælastar núna?

„Fyrir stærstu kaupendahópana eru það litlar íbúðir fyrir fyrstu kaup og íbúðir með 4-5 svefnherbergjum. Jarðhæðir með sérinngangi og lokuðum sólpalli í úthverfum eru eftirsóttar ásamt minni sérbýlum. En sérhæðir og einbýlishús í öllum hverfum eru alltaf eftirsótt.“

Hvernig sérðu markaðinn þróast á þessu ári?

„Ég spái því að hann haldi áfram að eflast hægt og rólega og ná jafnvægi með vori og sumrinu,“ segir Kjartan.

Hvernig eignir vantar í sölu núna?

„Það vantar hagkvæmar íbúðir fyrir unga fólkið og flottar íbúðir fyrir 60 ára og eldri. Það vantar einnig sérbýli, raðhús, parhús og einbýli,“ segir hann.

Ef fólk er í fasteignahugleiðingum, mælir þú með að fólk selji fyrst sína eign og finni sér svo eign til að kaupa eða á fólk bara að bjóða í og selja svo sína eign?

„Þú ert miklu sterkari kaupandi ef þú ert búinn að selja ásamt því að vita nákvæmlega hvað þú átt af peningum en þar sem framboðið er ekki mikið þá er alltaf viss áhætta að selja og vera ekki með neitt annað í hendi. En það er að breytast og framboðið að aukast.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál