129 milljóna útsýnisíbúð á Kársnesinu

Fallegur stíll er á íbúðinni sem er í senn björt …
Fallegur stíll er á íbúðinni sem er í senn björt og hlýleg. Ljósmynd/Hildur Erla

Við Hafnarbraut í Kópavogi er að finna afar sjarmerandi eign í nýju fjölbýlishúsi sem reist var árið 2021. Eignin er 147 fm að stærð og hefur verið innréttuð á glæsilegan máta, en einstök fagurfræði og falleg hönnun einkennir íbúðina. 

Eldhús, stofa og borðstofa eru samliggjandi í björtu og rúmgóðu alrými. Falleg dökk innrétting með borðplötu úr steini prýðir eldhúsið þar sem stór eyja gefur rýminu mikinn glæsibrag. Fyrir ofan eyjuna má sjá falleg svört Flowerpot-ljós með mattri áferð úr smiðju danska hönnuðarins Verner Panton. Þá gefur afar fallegt keramik með marokkósku mynstri rýminu mikinn sjarma.

Afar notaleg stemning

Í borðstofunni má sjá stílhreint borðstofuborð og stóla frá Ethnicraft, en hið glæsilega Drop ljós frá 101 Copenhagen gefur rýminu skemmtilegan karakter. Stofan er sannarlega ekki undanskllin þegar kemur að fallegri hönnun, en stórkostlegt útsýni yfir voginn að Esjunni setur punktinn yfir i-ið. 

Á svefnherbergisgangi hefur hinum klassísku String-hillum verið komið fyrir, en þar má einnig sjá marokkóskt keramik og svartan Flowerpot-lampa. Þá má einnig sjá verk eftir listamanninn Leif Ými Eyjólfsson sem setur sjarmerandi svip á hvaða rými sem er. 

Hjónaherbergi og tvö barnaherbergi eru á ganginum, en þau hafa verið innréttuð á fallegan máta með einfaldleikann í forgrunni. Hlýleg litapalletta skapar afar notalega stemningu. 

Af fasteignavef mbl.is: Hafnarbraut 14

Ljósmynd/Hildur Erla
Ljósmynd/Hildur Erla
Ljósmynd/Hildur Erla
Ljósmynd/Hildur Erla
Ljósmynd/Hildur Erla
Ljósmynd/Hildur Erla
Ljósmynd/Hildur Erla
Ljósmynd/Hildur Erla
Ljósmynd/Hildur Erla
Ljósmynd/Hildur Erla
Ljósmynd/Hildur Erla
Ljósmynd/Hildur Erla
Ljósmynd/Hildur Erla
Ljósmynd/Hildur Erla
Ljósmynd/Hildur Erla
Ljósmynd/Hildur Erla
Ljósmynd/Hildur Erla
Ljósmynd/Hildur Erla
Ljósmynd/Hildur Erla
Ljósmynd/Hildur Erla
Ljósmynd/Hildur Erla
Ljósmynd/Hildur Erla
Ljósmynd/Hildur Erla
Ljósmynd/Hildur Erla
Ljósmynd/Hildur Erla
Ljósmynd/Hildur Erla
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál