Fortíðarperlan seld á 128 milljónir

Hér má sjá hvernig íbúðin leit út að innan áður …
Hér má sjá hvernig íbúðin leit út að innan áður en hún var seld. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Við Lynghaga 26 í Reykjavík var sannkölluð tímavél auglýst til sölu síðsumars. Um er að ræða 228 fm íbúð með veggfóðrum, gólfteppum og öðrum skemmtilegheitum. 

„Ef þig hef­ur alltaf dreymt um að lifa í fortíðinni þá gæti 228 fm íbúð við Lyng­haga verið svarið. Í hús­inu eru þrjár íbúðir en húsið sjálft, sem er með skeljasandsklæðningu, var byggt 1958. Íbúðin er smekk­lega inn­réttuð í takt við tíðaranda og tísku­strauma sem voru ríkj­andi þegar húsið var byggt,“ sagði í umfjöllun Smartlands 6. ágúst.

Valdi vandaðan efnivið til frambúðar

„Með ein­stöku næmi hef­ur munstrað gólf­teppi verið sett á gólfin en í gamla daga var bara fínt fólk sem hafði ráð á slík­um gól­f­efn­um. Þetta var fyr­ir tíma plast­p­ar­kets og fíltteppa, þegar fólk valdi efnivið til fram­búðar sem átti að vera það vandaður að hann ent­ist út æv­ina. 

Við munstraða gólf­teppið er gang­ur­inn til dæm­is vegg­fóðraður með sægrænu vegg­fóðri með tíglamunstri. Þessi lita­sam­setn­ing er lif­andi og fög­ur. Sama gólf­teppi er á stofu og borðstofu en þar er ekki vegg­fóður á veggj­um held­ur máln­ing. Þar er í for­grunni karrígul­ur lit­ur sem fer vel við munstrið í gólf­tepp­inu og hús­gögn­in.“

Nú hefur þessi fortíðarperla fengið nýja eigendur en íbúðin var seld á 128 milljónir. Smartland óskar Hauki Ingvarssyni og Steinunni Rut Guðmundsdóttur til hamingju með nýju fasteignina. 

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál