Rut Kára selur glæsihús sitt

Rut Káradóttir.
Rut Káradóttir. Ljósmynd/Samsett

Rut Káradóttir, sem er einn vinsælasti innanhússarkitekt landsins, hefur sett einbýlishús sitt og eiginmanns síns, Kristins Arnarsonar, á sölu. Það telst til tíðinda þar sem Rut og Kristinn hafa búið í sama húsinu frá 2002. Þau festu kaup á húsinu þegar Rut var nýflutt til Íslands eftir að hafa lært innanhússarkitektúr á Ítalíu. 

Húsið er 242 fm að stærð og var byggt 1970. Síðan hjónin festu kaup á húsinu hefur það tekið miklum breytingum. Til að byrja með var skipt um innréttingar og húsið endurskipulagt í takt við nútímaþarfir.

Seinna byggðu þau við húsið til að koma fyrir spa-rými og betri vinnuaðstöðu. Þá var garðurinn endurnýjaður meðal annars með steyptum skjólveggjum og veðruðum viðarpöllum. 

Einstakt útsýni

Húsið er á pöllum. Gengið er inn sunnanmegin við húsið og er þar bílskúr, gestasnyrting og vinnuherbergi. Þaðan er gengið upp á næsta pall sem hefur að geyma stofu, eldhús og vinnustofu. 

Eldhúsið er vel skipulagt. Þar er stór eyja í aðalhlutverki og á veggnum bak við hana er mikið skápapláss. Til hliðar við eldhúsið er „vinnueldhús“ sem er gott rými er fyrir tæki og tól sem nýtast til matargerðar. Í stofunni er arinn sem klæddur er með „gun-metal“ járni.

Úr stofunni og eldhúsinu er einstakt útsýni yfir Elliðaárdalinn, Esjuna og Akrafjall. Á neðsta pallinum er að finna tvö svefnherbergi, baðherbergi, víngeymslu auk spa-rýmisins með gufubaði, heitum potti og arni. 

Í gegnum tíðina hefur verið fjallað ítarlega um húsið bæði hérlendis, þar á meðal á Smartlandi og í erlendum hönnunartímaritum. 

Af fasteignavef mbl.is: Fremristekkur 13

Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Ari Magg
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál