Eydís og Benjamin selja draumaeign í 101

Ljósmyndararnir Eydís María Ólafsdóttir og Benjamin Hardman hafa sett undurfagurt …
Ljósmyndararnir Eydís María Ólafsdóttir og Benjamin Hardman hafa sett undurfagurt heimili sitt í Reykjavík á sölu. Samsett mynd

Ljósmyndararnir Eydís María Ólafsdóttir og Benjamin Hardman hafa sett undurfagra íbúð sína við Nýlendugötu í Reykjavík á sölu. Í íbúðinni mætist dönsk og japönsk hönnun sem endurspeglar þá hugmyndafræði að mikil fegurð búi í einfaldleikanum. 

Íbúðin er 79 fm að stærð og er á tveimur hæðum, en hún er staðsett í fjölbýlishúsi sem byggt var árið 2021.

Eydís kom í skemmtilegt viðtal um heimili þeirra sem birtist á Smartlandi í september síðastliðnum. Að innan er íbúðin klædd með afar fallegum viði sem skapar notalega „sumarbústaðastemningu.“

Fallegir húsmunir sem njóta sín

Eldhús, stofa og borðstofa eru samliggjandi í alrými á efri hæðinni, en þar nær lofthæðin allt að 4,3 metrum. Stílhrein svört innrétting prýðir eldhúsið og gefur rýminu skemmtilegan karakter. 

Fáir en vandaðir húsmunir njóta sín í íbúðinni, en þar má meðal annars nefna hinn glæsilega N701 sófa sem hannaður var af Jacques Deneed. Í borðstofunni má sjá fallegt borðstofuboð og stóla úr eik frá Ethnicraft, en úr loftinu hangir ljós frá danska hönnunarmerkinu Vipp. 

Frá efri hæðinni er útgengt á stórt útisvæði um stóra rennihurð, en þar má sjá útihúsgögn sem frönsku hönnuðirnir og bræðurnir Ronan og Erwan Bouroullec hönnuðu fyrir Hay.

Afar fallegur stigi er á milli hæðanna, en á neðri hæðinni má finna rúmgott svefnherbergi, baðherbergi og setustofu sem er í dag nýtt sem skrifstofurými. Baðherbergið er stílhreint með klassískum „subway-flísum“ á veggjum og sjarmerandi mynstruðum flísum á gólfi.

Af fasteignavef mbl.is: Nýlendugata 34

Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál