Konunglegt heimili í Ártúnsholtinu

Ljósmynd/Samsett

Við Bleikjukvísl í Reykjavík er að finna 317 fm einbýlishús sem byggt var 1983. Ekkert var til sparað þegar húsið var byggt og mikill metnaður lagður í að gera húsið sem vistlegast. Húsið stendur á fallegum stað með góðu útsýni yfir borgina. 

Í húsinu eru alls níu herbergi og þar af þrjú baðherbergi. 

Það sem vekur athygli er að veggir eru veggfóðraðir og klæðningar í lofti eru úr dökkum við. Í húsinu eru dökkar innréttingar með fulningum. Heimilið er afar hlýlegt með teppalögðum gólfum. Þykkar gardínur með allskonar fellingum setja punktinn yfir i-ið. 

Af fasteignavef mbl.is: Bleikjukvísl 20

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál