180 milljóna gimsteinn í Hvalfirði

Ljósmynd/Samsett

Það dreymir marga um að búa á friðsælum stað rétt fyrir utan borgina. Ef þú átt þér þann draum þá gæti þetta hús í Kjósinni verið eitthvað fyrir þig. Um er að ræða sérlega eigulegt 233 fm einbýli sem byggt var 2010. Húsið var teiknað af Jóni Eiríki Guðmundssyni byggingarfræðingi. 

Um er að ræða timburhús sem er byggt á steyptum grunni. Stórir gluggar einkenna húsið og hleypa birtunni inn. Húsið er staðsett við fjöruborðið í Hvalfirði og ætti því að heilla fólk sem vill jarðtengja sig á fallegum stað. 

Grunnurinn í húsinu er fallegur en það er líka innréttað á einstakan hátt. Byrjum á eldhúsinu. 

Þar er að finna ljósa sérsmíðaða innréttingu sem er ekkert minna en listaverk. Innréttingin er úr ljósum við og er byggð upp á skúffueiningum. Fyrir neðan eru tvær hillur þar sem glösum, diskum, pottum og pönnum er raðað á listilegan hátt. Enginn sökkull er á innréttingunni. Á vegg í kringum ílangan glugga eru hillur sem hýsa hvítt keramik. Á hinum veggnum eru flísar í frönskum stíl. Í miðjunni er risastórt eldhúsborð. 

Kamína er á neðri hæðinni enda fátt notalegra en að hlýja sér við eldinn á köldum vetrarkvöldum. 

Af fasteignavef mbl.is: Miðbúð 5

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál