Rómantískt 179 milljóna einbýli í Kópavogi

Ljósmynd/Samsett

Við Austurkór í Kópavogi er að finna afar smekklegt 215 fm einbýli á einni hæð. Húsið er vel staðsett en fyrir aftan húsið er óspillt náttúra og mikil fegurð. 

Það sem vekur athygli er að innréttingar eru með töluvert öðru yfirbragði. Í eldhúsinu er hvít sprautulökkuð innrétting með fulningahurðum. Glerskápar og opnar hillur setja svip sinn á eldhúsið. Til þess að ramma inn fegurðina eru ljósar granít-borðplötur í eldhúsinu. Úr eldhúsinu er hurð út á verönd en þar er líka stór gluggi fyrir ofan vaskinn sem gerir það að verkum að birtan flæðir óhindrað inn. 

Eldhúsið er opið inn í stofu sem hefur að geyma bæði sjónvarpsstofu og betri stofu. Í þessu rými er arinn. 

Á baðherberginu eru rúnnaðar innréttingar sem fegra baðherbergið mikið. 

Heildarmyndin á húsinu er falleg. Rómantísk húsgögn, lampar og skrautmunir setja svip sinn á þetta einbýli sem byggt var 2018. 

Af fasteignavef mbl.is: Austurkór 177

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál