Jóna og Hólmar seldu raðhúsið á toppverði

Jóna Vestfjörð Hannesdóttir og Hólmar Örn Eyjólfsson hafa selt raðhús …
Jóna Vestfjörð Hannesdóttir og Hólmar Örn Eyjólfsson hafa selt raðhús sitt í Garðabæ. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögfræðingurinn Jóna Vestfjörð Hannesdóttir og fótboltamaðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson settu glæsilegt raðhús sitt í Garðabæ á sölu síðsumars. Húsið er afar glæsilegt og smekklegt með fallegu útsýni yfir til Reykjavíkur. Húsið er 161 fm að stærð og var byggt árið 2000. 

Gríma Björg Thorarensen innanhússarkitekt hannaði eldhúsið í raðhúsinu og var ítarlega fjallað um það á Smartlandi. 

Nú hefur þetta fallega raðhús fengið nýja eigendur sem greiddu rúmlega 131 milljón fyrir húsið. Það telst vera toppverð þar sem fm fór á 816.263 kr.

Jóna og Hólmar festu kaup á fallegu einbýlishúsi í Garðabænum og standa yfir miklar framkvæmdir í húsinu. 

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál