Davíð selur íbúðina

Davíð Sigurgeirsson hefur sett íbúð sína við Hringbraut í Hafnarfirði …
Davíð Sigurgeirsson hefur sett íbúð sína við Hringbraut í Hafnarfirði á sölu. Ljósmynd/Samsett

Tónlistarmaðurinn Davíð Sigurgeirsson hefur sett sína 80,8 fm íbúð í Hafnarfirði á sölu. Íbúðin er á neðstu hæð í þríbýlishúsi sem byggt var 1947. Í garðinum er afgirt verönd sem tilheyrir bara þessari íbúð - ekki öllu húsinu. 

Heimili Davíðs er smekklega innréttað. Parket og flísar eru á gólfum og er íbúðin máluð í gráum tónum. Í eldhúsinu er hvít sprautulökkuð innrétting með viðarborðplötum. Á baðherberginu er grá innrétting með mósaíkklæddri borðplötu. Baðherbergið er málað í sægrænum lit.

Eins og sjá á myndunum á fasteignavef mbl.is hefur Davíð nostrað við heimili sitt. 

Af fasteignavef mbl.is: Hringbraut 65

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál