27 fm gullmoli í göngufæri við miðbæ Reykjavíkur

Eignin sem um ræðir er 27 fm að stærð, en …
Eignin sem um ræðir er 27 fm að stærð, en hún er vel skipulögð og hefur verið innréttuð á notalegan máta. Samsett mynd

Við Hátún í Reykjavík leynist snotur 27 fm íbúð á þriðju hæð í fjölbýlishúsi sem reist var árið 1960. Eignin hefur verið innréttuð á skemmtilegan máta þar sem hver hlutur á sinn stað og engu er ofaukið. 

Gengið er inn í opið rými með stórum glugga til austurs. Þar hefur snyrtilegri eldhúsinnréttingu og borðkrók verið komið fyrir í rýminu. Við gluggann en svefnaðstaða, en þar hefur sjónvarpi og hægindastólum einnig verið komið fyrir og nýtist rýmið því sem svefnherbergi og stofa. 

Veggir og loft hafa verið máluð í mildum lit sem skapar afar notalega stemningu í rýminu til móts við dekkra parket á gólfi. Fallegir húsmunir prýða rýmið og lyfta því upp, til dæmis má nefna bleikan Flowerpot-borðlampa úr smiðju Verner Panton og gyllt Arket-sódatæki. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Hátún 4

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál