Brynjar Már selur í Mosfellsbæ

Útvarpsmaðurinn Brynjar Már Valdimarsson hefur sett endaraðhús sitt í Mosfellsbæ …
Útvarpsmaðurinn Brynjar Már Valdimarsson hefur sett endaraðhús sitt í Mosfellsbæ á sölu. Samsett mynd

Útvarpsmaðurinn Brynjar Már Valdimarsson, eða BMV eins og hann er oft kallaður, hefur sett 218 fm endaraðhús sitt í Mosfellsbæ á sölu. Húsið stendur við Laxatungu og var reist árið 2016.

Eignin er björt með allt að sex metra lofthæð. Hún hefur verið innréttuð á afar stílhreinan máta með ljósum innréttingum og gólfefni. Til móts við ljósu tónana setja dekkri tónar í húsmunum sterkan svip á eignina. 

Eldhús og borðstofa eru samliggjandi í björtu rými. Þá er eldhúsinnréttingin snyrtileg með góðu skápa- og vinnuplássi auk innfelldrar lýsingar sem gefur rýminu mikinn glæsibrag. 

Frá stofu er útgengt á glæsilegan 180 fm afgirtan pall til suðurs með stórum heitum potti sem setur sannarlega punktinn yfir i-ið. Þar að auki er fallegt útsýni frá eigninni til fjalla. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Laxatunga 185

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál