Íslensk heimili með klikkuðum kaffihornum

Kaffivélarnar og bollarnir eiga að fá að njóta sín í …
Kaffivélarnar og bollarnir eiga að fá að njóta sín í eldhúsinu. Samsett mynd

Kaffi er ómissandi hluti af lífinu og það er engin ástæða til að fela kaffivélina inni í tækjaskápnum. Kaffivélar eru af mismunandi stærðum og gerðum og þær ættu að fá að njóta sín á heimilinu.

Hvort sem þú átt flókna og tæknilega espressóvél, einfalda og nútímalega Nespressovél eða Moccamaster í guðdómlegum lit ætti kaffivélin að fá sitt pláss. Kaffið verður ekki gott nema það sé drukkið úr fallegum bolla og því er um að gera að raða fallegum bollum ásamt öðru smádóti við hliðina á kaffivélinni. Ekki láta þig dreyma um að fara á kaffihús, búðu til þitt eigið kaffihús heima hjá þér.

Kaffihorn í tímalausir hönnun

Það er gott pláss fyrir fína kaffivél og fallega bolla í þessu eldhúsi sem Rut Káradóttir hannaði.

Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Bjartir litir 

Katrín Atladóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi, á fallegt eldhús. Hún kann að meta gott kaffi og er með smart kaffikrók heima hjá sér. 

mbl.is/Kristinn Magnússon

Flottustu tólin

Ljósmyndararnir Eydís María Ólafsdóttir og Benjamin Hardman leyfa góðum kaffigræjum að njóta sín.

Ljós­mynd/​Ey­dís María Ólafs­dótt­ir

Uppáhelling af bestu gerð

Þessi fallega gula Moccamaster-kanna fékk að njóta sín á listamannaheimili Auðar Ýrar Elísa­bet­ar­dótt­ur í Hlíðunum. 

Ljósmynd/Kristinn Magnússon

Á gamla mátan

Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir og Magnús Geir Þórðarson eiga fallegt eldhús þar sem hellt er upp á mokkakönnu

Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Nýmóðins og smart

Agnes Björgvinsdóttir, förðunarfræðingur og eigandi Blank Reykjavík, kann að raða fallega í kaffikrókinn sinn.

Svart og stílhreint

Á heimili í Kópavogi ráða dökkir litir og granítsteinn ríkjum. Eldhúsið er í uppáhaldi á heimilinu og kaffivélin fær sitt pláss.

mbl.is/Arnþór
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál