Simmi Vill vill selja slotið

Sigmar Vilhjálmsson hefur sett hús sitt á sölu.
Sigmar Vilhjálmsson hefur sett hús sitt á sölu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Veitingamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson hefur sett hús sitt að Kvíslartungu í Mosfellsbæ á sölu. Um er að ræða glæsilega 240 fermetra íbúð endaraðhúsi. 

Ásett verð er 149,5 milljónir króna en fjögur svefnherbergi eru í húsinu sem er á tveimur hæðum. Sigmar greindi frá sölunni á Facebook í dag. 

„Húsið mitt fór í sölu í dag. Get vottað gríðarlega góða nágranna og einstaklega fjölskylduvænt umhverfi,“ skrifar Sigmar. Það er allt til alls í garðinum hjá Sigmari, kaldur pottur og heitur pottur. Þá er líka garðhús með saunu og sturtu.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Kvíslartunga 60

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál