Fjölnir og Margrét selja útsýnisíbúð

Fjölnir Þorgeirsson og Margrét Magnúsdóttir hafa sett útsýnisíbúð sína við …
Fjölnir Þorgeirsson og Margrét Magnúsdóttir hafa sett útsýnisíbúð sína við Vatnsenda á sölu. Samsett mynd

Athafnamaðurinn Fjölnir Þorgeirsson og unnusta hans, lögfræðingurinn Margrét Magnúsdóttir, hafa sett íbúð sína við Fellahvarf í Kópavogi á sölu. Íbúðin er staðsett í snyrtilegu fjölbýlishúsi sem reist var árið 2003 og er 119 fm að stærð. 

Íbúðin er björt með stórum gluggum sem veita stórkostlegt útsýni til fjalla og niður að Elliðavatni.

Stofa og borðstofa eru samliggjandi, en þar má sjá fallega húsmuni. Sjöan prýðir borðstofuna, en stólarnir eru klassísk hönnun úr smiðju Arne Jacobsen frá árinu 1955. Fallegar grænar plöntur eru víða í rýminu og skapa notalega stemningu. 

20 fm svalir með trylltu útsýni

Frá borðstofu er útgengt á 20 fm svalir til suðurs og suðvesturs.

Baðherbergið hlaut nýverið allsherjar yfirhalningu og óhætt að segja að útkoman sé glæsileg. Tvær gerðir af flísum voru notaðar sem skapa skemmtilegar andstæður og gefa rýminu mikla mýkt. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Fellahvarf 25

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál