Kallar eftir skyndifriðun á húsi til sölu

Örn Úlfar er yfir sig hrifinn.
Örn Úlfar er yfir sig hrifinn. Samsett mynd

Örn Úlfar Sævarsson, spurningahöfundur og textasmiður með meiru, hefur sterkar skoðanir fyrir væntanlega kaupendur glæsihúss við Starhaga í Vesturbænum sem fór nýverið á sölu. 

„Skyndifriðun takk. Ekki skemma!“ skrifar Örn í tísti og birtir slóð inn á fasteignina á fasteignavef mbl.is. 

Margir virðast hjartanlega sammála. Ekki megi hrófla við neinu á þessu heimili. 

Einstök hönnun sem vekur athygli

Eignin sem um ræðir var byggt árið 1954 og hönnuð af Halldóri Jónssyni, en eins og sést hefur mikið verið lagt í innréttingarnar.

Þá er arinstofa í kjallara hússins sem vekur sannarlega mikla athygli, en það var innanhúss- og húsgagnahönnuðurinn Sveinn Kjarval sem hannaði hana.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Starhagi 8

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál