Draumaarinn allra Garðabæjargreifa

Þetta fallega parhús er staðsett við Melás í Garðabæ.
Þetta fallega parhús er staðsett við Melás í Garðabæ. Samsett mynd

Við Melás í Garðabæ er að finna 223 fm parhús á tveimur hæðum sem reist var árið 1959. Eignin státar af fjórum svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum, en hún hefur verið innréttuð á afar stílhreinan máta.

Á neðri hæð hússins er afar rúmgott eldhús með snyrtilegri innréttingu og borðplötu úr stein. Hvíti liturinn er í aðalhlutverki, en falleg krómuð eldhústæki og dökkir barstólar setja sterkan svip á rýmið. 

Notaleg sólstofa og arinn

Stofa, borðstofa og sólstofa eru samliggjandi í opnu og björtu rými. Þá hefur borðstofan verið máluð í afar fallegum grænum tón sem fangar augað og býr til notalega stemningu í rýminu. Í sólstofunni er flottur arinn, en þaðan er útgengt út í garð. 

Steyptur stigi með hlýlegu teppi er á milli hæðanna, en á efri hæð eru þrjú svefnherbergi, baðherbergi og sjónvarpsherbergi. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Melás 8

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál