Smekklegt heimili sem gleður augað

Íbúðin hefur verið innréttuð á fallegan máta.
Íbúðin hefur verið innréttuð á fallegan máta. Samsett mynd

Við Lautarsmára í Kópavogi er að finna sérlega sjarmerandi 83 fm íbúð í fjölbýlishúsi sem reist var árið 1993. 

Falleg og mild litapalletta flæðir í gegnum íbúðina sem er búin fallegum húsmunum. Stofa og borðstofa eru samliggjandi í björtu rými með síðum gluggum til suðurs. Í borðstofu má sjá PH5 ljósið sem er sígild hönnunarklassík úr smiðju Louis Poulsen. 

Minimalískt og stílhreint

Í stofu hefur fallegum myndum verið raðað á vegginn, en þar má meðal annars sjá listaverk eftir Leif Ými Eyjólfsson sem fangar án efa augað. Brúnleitur sófinn og bast motta á gólfi gefa rýminu hlýju og tóna vel við viðarpanil á sjónvarpsvegg. 

Eldhúsið er minimalískt og stílhreint, en þar má sjá hvíta innréttingu með ljósri viðarplötu. Veggirnir hafa verið málaðir í afar sjarmerandi grænum tón og skemmtilegum eldhúskrók komið fyrir við gluggana sem hentar vel fyrir fyrsta bolla dagsins og morgunmat. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Lautarsmári 45

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál